Viðskipti innlent

Staða ríkissjóðs batnaði í fyrra

Staða ríkissjóðs batnaði töluvert á síðasta ári. Handbært fé frá rekstri batnaði á milli ára og var neikvætt um tæpa 35 milljarða kr. samanborið við rúma 53 milljarða kr. árið áður.

Tekjur hækkuðu um tæplega 38 milljarða kr. milli ára en gjöld jukust um tæpan 21 milljarð kr. milli ára.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að þetta sé betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um nærri 54 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×