Viðskipti innlent

Samruni útgerða ólögmætur

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Guðmundur Kristjánsson
Guðmundur Kristjánsson
Hæstiréttur dæmdi í gær að samruni Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Ufsabergs – útgerðar, sem fram fór árið 2011, hafi verið ólögmætur. Með þessu var dómi héraðsdóms snúið við. Búið er að slíta síðarnefnda fyrirtækinu.

Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður og Stilla ehf. ráku málið. Helgi Jóhannesson, lögmaður Vinnslustöðvarinnar, segir að fyrirtækið muni nú skoða dóminn og sjá hvernig brugðist verði við honum. Þetta þýði ekki mikið fyrir fyrirtækið.

„Þessi samruni var nú ekki stærsta ákvörðun Vinnslustöðvarinnar, þetta verður bara lagað.“

Það flækir málið að búið er að slíta Ufsabergi, en fyrirtækin hafa verið rekin sem eitt síðan samruninn átti sér stað.

„Það þarf að pæla í því hvernig best er að verða við þessu dómsorði. Mér finnst Hæstiréttur ekki hafa hugsað mjög praktískt þegar hann tók þessa ákvörðun,“ segir Helgi.

Í dómi Hæstaréttar sagði að samningur Vinnslustöðvarinnar og Ufsabergs hefði engan annan tilgang haft en þann að virkja atkvæðisrétt eigin hluta í Vinnslustöðinni. Dómurinn klofnaði og greiddu þrír dómarar atkvæði með ógildingu samrunans en tveir gegn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×