Viðskipti innlent

Ríkisendurskoðun vill leggja SRA niður

Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld eigi að meta hvort leggja eigi Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA) niður og flytja verkefni hennar annað.

Skrifstofan annast bókhalds- og greiðsluþjónustu fyrir 21 stofnun, verkefni og sjóð á vegum ríkisins. Stærstu stofnanirnar eru Hafrannsóknastofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.

Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur að starfsemi skrifstofunnar nú aðeins að litlu leyti í samræmi við reglugerðir sem um hana gilda enda eru reglugerðirnar orðnar um 40 ára gamlar. Nánar er fjallað um málið á vefsíðu Ríkisendurskoðunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×