Viðskipti innlent

Áhyggjuefni að viðræður um sölu á bönkunum séu hafnar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson þingmaður.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir verulegt áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir ætla að loka möguleikum stjórnvalda til að koma til móts við heimilin og byggja upp farsælt samfélag.

Eignir erlendu kröfuhafanna í íslenskum bönkum hafa verið metnar á um 150 milljarða króna. Í byrjun mánaðarins greindi fréttastofa frá því að óformlegar viðræður munu vera hafnar milli lífeyrissjóðanna, erlendra kröfuhafa og stjórnvalda um sölu á bönkunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta verulegt áhyggjurefni.

„Það er verulegt áhyggjuefni að menn skuli láta sér detta í huga að hægt sé að klára þessi mál rétt fyrir kosningar. Það er að vísu búið að tala tala um það í nokkrar vikur og mánuði og þrýstingurinn hafi verið að aukast en það að þetta skuli vera að gerast núna rétt fyrir kosningar er náttúrulega algjörlega óásættanlegt . Því þetta getur haft gríðarleg áhrif á möguleika þeirra stjórnvalda sem taka hér við til að leysa úr efnahagsvanda landsins og þar með íslenskra heimila," segir Sigmundur Davíð.

„Það er mjög sérkennilegt ef lífeyrissjóðir ætla koma að því að loka einhverjum möguleikum í sambandi við að koma til móts við heimilin og í raun enn þá stærra en það því þetta snýst í raun um framtíðarmöguleika íslensks efnahagslífs að okkur takist að snúa hér þróuninni við og byggja upp farsælt samfélag," segir Sigmundur Davíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×