Apple og Samsung fyrir rétt enn eina ferðina Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2013 11:08 iPad 2 og Samsung Galaxy Tab 10.1 Mynd/EPA Apple og Samsung munu fara aftur fyrir rétt í einu stærsta einkaleyfisdómsmáli okkar tíma. Í ágúst 2012 var Samsung sakfellt fyrir að nýta sex einkaleyfi Apple og var dæmt til að greiða einhverjar stærstu skaðabætur sem skráðar hafa verið, eða 626 milljónir punda sem reiknast sem rúmlega 122 og hálfur milljarður íslenskra króna. Frá þessu er sagt á vef BBC. Málatilbúnaður Apple var að Samsung hefði brotið gegn einkaleyfi fyrirtækisins með því að stela hönnun upprunalega iPhone og iPad, sem og að þegar þú flettir skjali of langt skoppar það til baka. Einnig að hægt sé að stækka myndir með því að tvísmella. Samsung sagðist þó hafa verið að vinna að þróuninni löngu áður en iPhone var opinberaður. Dómari úrskurðaði þó í mars síðastliðnum að upphæð skaðabótanna skyldi endurmetin og gæti hún því bæði hækkað og lækkað. Þegar upprunalegu úrskurðurinn var kveðinn upp sagði Apple að hann gæfi skýr skilaboð um að ekki væri rétt að stela. Samsung sagði úrskurðinn vera slæman fyrir neytendur og myndi leiða til færri möguleika, minni nýsköpunar og hærra verðs. Þetta er bara eitt þeirra dómsmála sem fyrirtækin eru að há um heiminn og eru fyrirtækin sem dæmi að kljást í réttarsölum fleiri en tíu landa í Evrópu. Þessi barátta gæti þó verið skaðleg fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna. Meðstofnandi Apple sagði sagði við BBC að hann sæi góða hluti í símum Samsung sem hann vildi að væru í iPhone símanum hans. „Ég vildi að Apple gæti séð þessa hluti og notað þá og ég veit ekki hvort Samsung myndi stoppa okkur,“ sagði Steve Wozniak við BBC, en hann stofnaði Apple með Steve Jobs. Hann sagðist einnig óska þess að fyrirtækin deildu tækni sín á milli. Þá yrðu tækin betri og við þróuðust hraðar. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Apple og Samsung munu fara aftur fyrir rétt í einu stærsta einkaleyfisdómsmáli okkar tíma. Í ágúst 2012 var Samsung sakfellt fyrir að nýta sex einkaleyfi Apple og var dæmt til að greiða einhverjar stærstu skaðabætur sem skráðar hafa verið, eða 626 milljónir punda sem reiknast sem rúmlega 122 og hálfur milljarður íslenskra króna. Frá þessu er sagt á vef BBC. Málatilbúnaður Apple var að Samsung hefði brotið gegn einkaleyfi fyrirtækisins með því að stela hönnun upprunalega iPhone og iPad, sem og að þegar þú flettir skjali of langt skoppar það til baka. Einnig að hægt sé að stækka myndir með því að tvísmella. Samsung sagðist þó hafa verið að vinna að þróuninni löngu áður en iPhone var opinberaður. Dómari úrskurðaði þó í mars síðastliðnum að upphæð skaðabótanna skyldi endurmetin og gæti hún því bæði hækkað og lækkað. Þegar upprunalegu úrskurðurinn var kveðinn upp sagði Apple að hann gæfi skýr skilaboð um að ekki væri rétt að stela. Samsung sagði úrskurðinn vera slæman fyrir neytendur og myndi leiða til færri möguleika, minni nýsköpunar og hærra verðs. Þetta er bara eitt þeirra dómsmála sem fyrirtækin eru að há um heiminn og eru fyrirtækin sem dæmi að kljást í réttarsölum fleiri en tíu landa í Evrópu. Þessi barátta gæti þó verið skaðleg fyrir viðskiptavini fyrirtækjanna. Meðstofnandi Apple sagði sagði við BBC að hann sæi góða hluti í símum Samsung sem hann vildi að væru í iPhone símanum hans. „Ég vildi að Apple gæti séð þessa hluti og notað þá og ég veit ekki hvort Samsung myndi stoppa okkur,“ sagði Steve Wozniak við BBC, en hann stofnaði Apple með Steve Jobs. Hann sagðist einnig óska þess að fyrirtækin deildu tækni sín á milli. Þá yrðu tækin betri og við þróuðust hraðar.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira