Viðskipti innlent

Undirbúa flug frá fleiri borgum til Íslands

Jóhannes Stefánsson skrifar
Flugfélagið hefur aukið umsvif sín á seinustu árum.
Flugfélagið hefur aukið umsvif sín á seinustu árum.
Flugfélagið Norwegian hyggst bjóða upp á flugferðir til Íslands frá öðrum borgum en Osló. Þetta sé vegna þess að vel hafi gengið að selja flug til Íslands frá borginni, segir talsmaður félagsins, Lasse Sandaker-Nielsen í samtali við vefsíðuna Túristi.

Í ljósi þess að félagið er umsvifamikið á flugmarkaðnum á norðurlöndunum verður að teljast líklegt að borgir á borð við Kaupmannahöfn eða Stokkhólmur verði fyrir valinu af hálfu Norwegian. Ekki er þó loku fyrir það skotið að London verði fyrir valinu.

Umsvif félagsins hafa aukist jafnt og þétt seinustu ár en félagið hefur náð sterkri stöðu í flugi í Skandinavíu. Norwegian saxar fyrir vikið á markaðshlutdeild SAS, sem er stærsta flugfélag á Norðurlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×