Viðskipti innlent

Arnór skipaður aðstoðarseðlabankastjóri til fimm ára

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað Arnór Sighvatsson á ný í starf aðstoðarseðlabankastjóra. Skipunin gildir til fimm ára frá og með 1. júlí í ár.

Arnór Sighvatsson var fyrst settur í starf aðstoðarseðlabankastjóra 27. febrúar 2009 til bráðabirgða og svo skipaður til fjögurra ára frá og með 1. júlí 2009.

Í tilkynningu á vefsíðu bankans segir að Arnór lauk doktorsprófi í hagfræði frá Northern Illinois University árið 1990. Hann hóf störf í Seðlabanka Íslands árið 1990, var aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræðisviðs frá árinu 2004 og settur aðstoðarseðlabankastjóri í febrúar árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×