Viðskipti innlent

Nýr framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans

Eric Figueras hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans. Eric hefur yfirgripsmikla reynslu af fjarskiptamarkaði og hefur starfað við fjarskipti og upplýsingatækni undanfarin 20 ár, í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum auk Íslands. Hann starfaði hjá Símanum á árunum 1998-2004.

Í tilkynningu segir að Eric hafi undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri fjarskiptafyrirtækisins Amivox sem þjónustar yfir 40 þúsund viðskiptavini um allan heim en hann er jafnframt einn af stofnendum fyrirtækisins. Hann var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar TM Software frá 2004-2007 og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Símanum frá 1998-2004 þar sem hann leiddi meðal annars innleiðingu á Frelsi sem var fyrsta fyrirframgreidda farsímalausnin á landinu.

Á árunum 1996-1998 var hann vörustjóri hjá Philips í Frakklandi þar sem hann var ábyrgur fyrir teymi sem sérhæfði sig í þróun á Philips farsímum. Frá 1991-1996 starfaði hann hjá Siemens í Þýskalandi og Bandaríkjunum.

Eric er með MSc gráðu í verkfræði frá háskólanum “Universidad Politécnica de Catalunya“ (UPC) í Barcelona með fjarskipti sem aðalgrein. Hann er jafnframt með MBA gráðu frá IMD háskólanum í Lausanne í Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×