Landslög hafa engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 08:30 Nemanja Malovic spilaði með Haukum á síðasta tímabili og var með öll tilskilin leyfi til að vera hér á landi þá.fréttablaðið/stefán Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta. Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta.
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira