Landslög hafa engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 08:30 Nemanja Malovic spilaði með Haukum á síðasta tímabili og var með öll tilskilin leyfi til að vera hér á landi þá.fréttablaðið/stefán Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta. Olís-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta.
Olís-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira