Kýpur fær neyðarlán Hjörtur Hjartarson skrifar 16. mars 2013 12:50 Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evruríkjanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa komist að samkomulagi um tíu milljarða evru neyðarlán til Kýpur. Láninu fylgja hinsvegar ýmsar kvaðir sem margir telja að muni leiða til áhlaups á banka eyjunnar. Kýpur hefur glímt við mikla efnahagsörðugleika undanfarin misseri og sótti fyrst um aðstoð hjá Evruríkjunum í júní í fyrra. Samningaviðræður gengu hægt þar sem illa gekk að komast að samkomulagi um skilmála lánsins. Það tókst loks, seint í gærkvöld eftir tíu tíma samningalotu. Kýpur sótti upphaflega um 17 milljarða evra lán en talið var að landið væri ófært um að greiða svo hátt lán tilbaka. Láninu fylgja ýmsir skilmálar. Þar á meðal verður 9,9 prósenta skattur lagður á allar bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum og 6,75 prósent á lægri upphæðir. Talið er að þessar aðgerðir skili um 6 milljörðum evra til kýpverskra yfirvalda. Þá verður fyrirtækjaskattur hækkaður um tvö og hálft prósent og verður þá 12,5 prósent. Óttast er að áhlaup verði gert á banka landsins þegar þeir verða opnaðir á þriðjudaginn en nú þegar hefur verið lokað fyrir allar rafrænar millifærslur á fjármagni. Kýpur er fimmta landið sem sækir um neyðaraðstoð til evruríkjanna en áður höfðu Spánn, Grikkland, Írland og Portúgal gert slíkt hið sama.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira