Einstakur staður á Akureyri Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. desember 2013 08:00 Haukur Tryggvason, eigandi Græna hattsins er viðstaddur meira en 150 tónleika á ári, sem er líklega Íslandsmet. „Ég er með tónleika öll föstudags- og laugardagskvöld, og nánast öll fimmtudagskvöld,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi eins merkilegasta tónleika- og skemmtistaðar landsins, Græna hattsins á Akureyri. Hann tók við staðnum árið 2003 og hóf tónleikahaldið árið 2005. „Mig langaði mikið til þess að halda tónleika því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Þetta var þó erfitt fyrst um sinn, en gengur mjög vel núna,“ segir Haukur um upphafið. Árið 2005 fóru sextíu til sjötíu tónleikar fram á staðnum en árið 2013 fórum um 150 tónleikar fram. „Þetta eru í heildina líklega orðnir um ellefu hundruð tónleikar sem hafa farið fram á staðnum.“ Staðurinn er í raun einstakur á Íslandi en hefur ekki komið til tals að opna Græna hattinn í Reykjavík? „Jú, það hefur oft komið til tals að gera það. Það er þó ekki á stefnuskránni því velgengni staðarins má rekja til þess að maður hugsar vel um hann og er alltaf á staðnum og ég get ekki gert það í tveimur landshlutum,“ segir Haukur. Staðurinn fagnaði tíu ára afmælinu sínu fyrir skömmu með útgáfu bókar sem nefnist einfaldlega Græni hatturinn. „Þetta er aðallega ljósmyndabók en það er þó farið aðeins yfir söguna og nokkrar hljómsveitir fá umsögn,“ bætir Haukur við. Bókin, sem er 225 blaðsíður, inniheldur 370 ljósmyndir af hinum ýmsu listamönnum sem fram hafa komið á staðnum. Ásamt Hauki sjálfum, unnu þeir Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson að gerð bókarinnar. „Við erum með góðar græjur hérna og hljóðið er mjög gott,“ segir Haukur spurður út í vinsældir staðarins. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins hafa komið fram á staðnum í gegnum árin. „Hér hafa komið fram ýmsir listamenn, allt frá Álftagerðisbræðrum til Skálmaldar, sem segir til um hve fjölbreytnin er mikil.“ Haukur á líklega Íslandsmetið í því að vera viðstaddur tónleika. „Ég sé um 150 tónleika á ári og svo bæti ég nokkrum tónleikum við þegar ég fer í frí því þá fer ég yfirleitt á tónleika erlendis,“ útskýrir Haukur. Á Græna hattinum er einnig að finna einn helsta dýrgrip íslenskrar tónlistarsögu. „Hérna erum við með Hammond-orgelið sem Karl Sighvatsson átti en það er frá árinu 1958 og var meðal annars notað með Trúbrot.“ Haukur segir staðinn ætla að halda áfram að svala tónleikaþorstanum og bjóða áfram upp á háklassa tónleika. Fram undan er fjöldinn allur af tónleikum. Í kvöld koma fram Eyþór Ingi og Atómskáldin, annað kvöld Ojba Rasta og á laugardagskvöld Mammút. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Mezzoforte leika ljúfa tóna á Græna Hattinum.Hér sjáum við hljómsveitina Moses Hightower skemmta á Græna HattinumMynd/Þórhallur Jónsson Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
„Ég er með tónleika öll föstudags- og laugardagskvöld, og nánast öll fimmtudagskvöld,“ segir Haukur Tryggvason, eigandi eins merkilegasta tónleika- og skemmtistaðar landsins, Græna hattsins á Akureyri. Hann tók við staðnum árið 2003 og hóf tónleikahaldið árið 2005. „Mig langaði mikið til þess að halda tónleika því ég hef mikinn áhuga á tónlist. Þetta var þó erfitt fyrst um sinn, en gengur mjög vel núna,“ segir Haukur um upphafið. Árið 2005 fóru sextíu til sjötíu tónleikar fram á staðnum en árið 2013 fórum um 150 tónleikar fram. „Þetta eru í heildina líklega orðnir um ellefu hundruð tónleikar sem hafa farið fram á staðnum.“ Staðurinn er í raun einstakur á Íslandi en hefur ekki komið til tals að opna Græna hattinn í Reykjavík? „Jú, það hefur oft komið til tals að gera það. Það er þó ekki á stefnuskránni því velgengni staðarins má rekja til þess að maður hugsar vel um hann og er alltaf á staðnum og ég get ekki gert það í tveimur landshlutum,“ segir Haukur. Staðurinn fagnaði tíu ára afmælinu sínu fyrir skömmu með útgáfu bókar sem nefnist einfaldlega Græni hatturinn. „Þetta er aðallega ljósmyndabók en það er þó farið aðeins yfir söguna og nokkrar hljómsveitir fá umsögn,“ bætir Haukur við. Bókin, sem er 225 blaðsíður, inniheldur 370 ljósmyndir af hinum ýmsu listamönnum sem fram hafa komið á staðnum. Ásamt Hauki sjálfum, unnu þeir Daníel Starrason, Skapti Hallgrímsson og Þórhallur Jónsson að gerð bókarinnar. „Við erum með góðar græjur hérna og hljóðið er mjög gott,“ segir Haukur spurður út í vinsældir staðarins. Flestar vinsælustu hljómsveitir landsins hafa komið fram á staðnum í gegnum árin. „Hér hafa komið fram ýmsir listamenn, allt frá Álftagerðisbræðrum til Skálmaldar, sem segir til um hve fjölbreytnin er mikil.“ Haukur á líklega Íslandsmetið í því að vera viðstaddur tónleika. „Ég sé um 150 tónleika á ári og svo bæti ég nokkrum tónleikum við þegar ég fer í frí því þá fer ég yfirleitt á tónleika erlendis,“ útskýrir Haukur. Á Græna hattinum er einnig að finna einn helsta dýrgrip íslenskrar tónlistarsögu. „Hérna erum við með Hammond-orgelið sem Karl Sighvatsson átti en það er frá árinu 1958 og var meðal annars notað með Trúbrot.“ Haukur segir staðinn ætla að halda áfram að svala tónleikaþorstanum og bjóða áfram upp á háklassa tónleika. Fram undan er fjöldinn allur af tónleikum. Í kvöld koma fram Eyþór Ingi og Atómskáldin, annað kvöld Ojba Rasta og á laugardagskvöld Mammút. Hér fyrir neðan má sjá hljómsveitina Mezzoforte leika ljúfa tóna á Græna Hattinum.Hér sjáum við hljómsveitina Moses Hightower skemmta á Græna HattinumMynd/Þórhallur Jónsson
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið Hvar eru þau nú? Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög