Skoðun

Afnám verðtryggingar – afleiðingar:

Hjalti Þórisson skrifar
Gefið að verðtrygging verði bönnuð á þegar veittum lánum og ennfremur að vaxtaákvæðum þeirra verði ekki breytt – né öðrum lánakjörum þeirra – lánstíma og greiðsluskilmálum.

Afleiðingar:

Lánin verða endurgreidd á nafnverði næstu áratugi.

Skuldarar þeirra lána munu sjá verðgildi skulda sinna gufa upp í verðbólgu á skömmum tíma.

Grunninum að lífeyrissjóðakerfinu er þar með kippt burtu og þar með lífeyrissparnaði landsmanna.

Hér er ekki lagt í að lýsa afleiðingum þess og ósköpum ef þessum öðrum lánaskilmálum verður einnig breytt – svo sem að vextir verði breytilegir.

Gefið að vextir á nýjum lánum verði fastir og sambærilegir og gerist í viðmiðunarlöndum – til dæmis 2% – eða hámark 4%! (raunveruleg óverðtryggð lán).

Afleiðingar:

Lán fást ekki og ef einhver þá skammtímalán í smáum stíl.

Fólk getur ekki eignast húsnæði.

Enginn vill lána.

Sparnaður mun hverfa.

Gefið: vaxtafrelsi – „breytilegir“ vextir.

Afleiðingar:

Greiðslubyrði margfaldast.

Lán verða til skamms tíma og framboð þeirra lítið.

Ógerningur verður að treysta greiðsluáætlunum.

Vanskil munu margfaldast.

Endurlán vegna of hárrar greiðslubyrði munu margfaldast.

Verðbólga mun í öllum tilfellum margfaldast – og ekkert sem hamlar gegn henni.

Stýritæki Seðlabankans ónýtast og verða misnotuð ef elta á verðbólguna í stýrivöxtum – sem hefur öfug áhrif og knýr verðbólguna. Öll hagstjórn fer úr böndunum.

Fyrir þessu öllu er ólygin sársaukafull reynsla. Af reynslu ber að læra.

Í „breytilegum“ vöxtum sem er stýrt af verðbólguspám felst verðtrygging. Verðlagsbætur á ógjaldfallnar eftirstöðvar eru innheimtar strax af fullum þunga – langt umfram greiðslugetu skuldara. Verðtrygging er þá ekki afnumin.

Veðbundin húsnæðislán eru ekki til neyslu og þar af leiðandi ekki „neytendalán“. Þau eru fjárfestingalán.




Skoðun

Sjá meira


×