Útlánastafli bankanna hefur stækkað á haustdögum Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Um nokkurt skeið hefur verið talað um ládeyðu í íslensku afhafnalífi og fátt um ný verkefni. Fréttablaðið/Sigurður Jökull Heildarstafli útlána fjármálastofnana hér innanlands hefur stækkað um meira en 30 milljarða frá því í haust, miðað við meðalgildi frá því í ársbyrjun 2012. Verðmæti útlána fjármálastofnana landsins hefur í mánuði hverjum frá í ársbyrjun 2012 til sumarloka á þessu ári verið nálægt 1.800 milljörðum, stundum aðeins yfir og stundum undir. Meðaltalið yfir tímabilið í hverjum mánuði er rúmir 1.804 milljarðar. Í ágúst á þessu ári tosast upphæðin svo í 1.815,7 milljarða. Hún hækkar enn í september í 1.829,8 milljarða og í tölum sem Seðlabankinn birti í byrjun vikunnar kemur fram að virði útlána hafi í október verið 1.834,8 milljarðar króna. Breytingin frá því í júlí og til októberloka nemur 1,8 prósentum. Mundurinn á meðalgildinu frá ársbyrjun 2012 til sumarloka í ár er 1,7 prósent. Sérfræðingar greiningardeilda bankanna vilja þó stíga varlega til jarðar þegar kemur að túlkun talnanna og segja að óvarlegt væri að draga þá ályktun að tölurnar endurspegli auknar lántökur og þar af leiðandi aukin umsvif í efnahagslífinu. Lánasöfnin sem stóru viðskiptabankarnir tóku yfir frá gömlu bönkunum voru færð niður við tilfærsluna og hafa síðan sætt stöðugu endurmati. Þó verði að hafa í huga að áhrifin af endurmati lánasafna gömlu bankanna hafi farið minnkandi eftir því sem frá líður hruni. Í tölum þeim sem Seðlabankinn birti á mánudag er raunar tekið fram að breytingarnar geti jafnt stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum. Í Peningamálum, þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var við síðustu vaxtaákvörðun sjötta þessa mánaðar, er engu að síður bent á að fyrstu níu mánuði ársins hafi útlánastofn innlánsstofnana til heimila aukist um 2,0 prósent og um 3,3 prósent milli ára á þriðja fjórðungi ársins. „Aukningin er að stærstum hluta til komin vegna aukningar í stofni óverðtryggðra lána en á móti hefur stofn gengisbundinna lána dregist saman.“ Þetta segir Seðlabankinn endurspegla að hluta til endurfjármögnun lána og endurútreikning gengisbundinna lána sem dæmd hafi verið ólögleg. Þá hóf bankinn á miðju þessu ári að safna nákvæmari upplýsingum um ný útlán til heimila og fyrirtækja. Samkvæmt þeim hafi ný útlán stóru viðskiptabankanna þriggja til heimla vaxið á árinu og námu um 38 milljörðum króna á fyrstu þremur fjórðungum ársins. „Á sama tíma voru hrein ný útlán Íbúðalánasjóðs hins vegar neikvæð um 4,4 milljarða króna,“ segir í Peningamálum. Stærstur hluti útlána viðskiptabankanna var óverðtryggður, 27,1 milljarður eða 71,3 prósent nýrra lána á árinu. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Heildarstafli útlána fjármálastofnana hér innanlands hefur stækkað um meira en 30 milljarða frá því í haust, miðað við meðalgildi frá því í ársbyrjun 2012. Verðmæti útlána fjármálastofnana landsins hefur í mánuði hverjum frá í ársbyrjun 2012 til sumarloka á þessu ári verið nálægt 1.800 milljörðum, stundum aðeins yfir og stundum undir. Meðaltalið yfir tímabilið í hverjum mánuði er rúmir 1.804 milljarðar. Í ágúst á þessu ári tosast upphæðin svo í 1.815,7 milljarða. Hún hækkar enn í september í 1.829,8 milljarða og í tölum sem Seðlabankinn birti í byrjun vikunnar kemur fram að virði útlána hafi í október verið 1.834,8 milljarðar króna. Breytingin frá því í júlí og til októberloka nemur 1,8 prósentum. Mundurinn á meðalgildinu frá ársbyrjun 2012 til sumarloka í ár er 1,7 prósent. Sérfræðingar greiningardeilda bankanna vilja þó stíga varlega til jarðar þegar kemur að túlkun talnanna og segja að óvarlegt væri að draga þá ályktun að tölurnar endurspegli auknar lántökur og þar af leiðandi aukin umsvif í efnahagslífinu. Lánasöfnin sem stóru viðskiptabankarnir tóku yfir frá gömlu bönkunum voru færð niður við tilfærsluna og hafa síðan sætt stöðugu endurmati. Þó verði að hafa í huga að áhrifin af endurmati lánasafna gömlu bankanna hafi farið minnkandi eftir því sem frá líður hruni. Í tölum þeim sem Seðlabankinn birti á mánudag er raunar tekið fram að breytingarnar geti jafnt stafað af endurmati á virði lána eða af raunverulegum lánahreyfingum. Í Peningamálum, þjóðhagsspá Seðlabankans sem birt var við síðustu vaxtaákvörðun sjötta þessa mánaðar, er engu að síður bent á að fyrstu níu mánuði ársins hafi útlánastofn innlánsstofnana til heimila aukist um 2,0 prósent og um 3,3 prósent milli ára á þriðja fjórðungi ársins. „Aukningin er að stærstum hluta til komin vegna aukningar í stofni óverðtryggðra lána en á móti hefur stofn gengisbundinna lána dregist saman.“ Þetta segir Seðlabankinn endurspegla að hluta til endurfjármögnun lána og endurútreikning gengisbundinna lána sem dæmd hafi verið ólögleg. Þá hóf bankinn á miðju þessu ári að safna nákvæmari upplýsingum um ný útlán til heimila og fyrirtækja. Samkvæmt þeim hafi ný útlán stóru viðskiptabankanna þriggja til heimla vaxið á árinu og námu um 38 milljörðum króna á fyrstu þremur fjórðungum ársins. „Á sama tíma voru hrein ný útlán Íbúðalánasjóðs hins vegar neikvæð um 4,4 milljarða króna,“ segir í Peningamálum. Stærstur hluti útlána viðskiptabankanna var óverðtryggður, 27,1 milljarður eða 71,3 prósent nýrra lána á árinu.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent