Fimmfalt fleiri póstsendingar frá Kína en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 16. nóvember 2013 00:00 Póstsendingum frá Kína hefur fjölgað gífurlega það sem af er ári. Álagið á starfsfólk Póstsins hefur því aukist verulega. FRéttablaðið/Arnþór Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“ Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent