Al Thani taldi sig vera fórnarlamb Freyr Bjarnason skrifar 9. nóvember 2013 07:00 Al Thani taldi að hann hefði verið blekktur í viðskiptunum við Hreiðar Má Sigurðsson, Sigurð Einarsson og félaga í Kaupþingi. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. fréttablaðið/gva Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars. Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Al Thani taldi að hann hafi verið blekktur í viðskiptum sínum við Kaupþing er hann festi kaup á 5,01% hlut í bankanum skömmu fyrir hrun hans árið 2008. Þetta kom fram í vitnisburði Jóhannesar Rúnar Jóhannssonar úr slitastjórn Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. „Það má túlka viðbrögð hans þannig að hann hafi talið sig blekktan i þessum viðskiptum,“ sagði Jóhannes Rúnar. Slitastjórnin samdi við Al Thani um að hann skyldi greiða 26 milljónir dala til baka eftir að Kaupþing féll en sjálfsskuldaábyrgð hans var mun hærri. Fengnir voru lögmenn, m.a. frá Bretlandi, til að aðstoða við endurheimturnar. „Við fundum út með hjálp þeirra að það væri möguleiki á að endurheimta meiri fjármuni en útlit var fyrir,“ sagði Jóhannes Rúnar. Fundað var með lögmönnum Al Thani áður en honum var stefnt í málinu. „Við freistuðum þess að ná samkomulagi en það varð ekki. Þetta endaði með að við gáfum út þessa stefnu. Í framhaldinu var samið í málinu. Málið var aldrei þingfest.“ Jóhannes Rúnar var spurður af hverju slitastjórnin reyndi ekki að endurheimta meiri pening frá Al Thani. „Við gerðum hærri kröfu á hendur honum en allir sem þekkja til vita að það er ekki einfalt að standa í málaferlum í mörgum lögsögun. Sjeikinn hafði ýmsar varnir í málinu,“ sagði Jóhannes Rúnar. „Hann kom ekki með fullar hendur fjár og bauðst til að greiða þessa peninga. Hann taldi að búið ætti enga kröfu á hann, það kom skýrt fram,“ sagði hann og bætti við: „Miðað við viðbrögð lögmanna hans taldi hann sig vera fórnarlamb í þessum viðskiptum.“ Al Thani keypti 5,01% hlut sinn í Kaupþingi í gegnum félagið Q Iceland Finance sem var í eigu hans og Ólafs Ólafssonar. Þessi kaup voru fjármögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks og Serval, sem voru bæði í eigu Al Thani og í gegnum Gerland, sem Ólafur Ólafsson átti. Sjálfsskuldaábyrgð fylgdi láninu til Brooks. Fram kom í réttarhöldunum í gær að þegar Kaupþing féll 8. október hafi fimmtíu milljónir dala verið á reikningi Brooks í Lúxemborg. Þá taldi slitastjórnin sig eiga góða möguleika á að endurheimta peningana. Daginn eftir var lánið til Brooks notað til að greiða upp lánið til Serval og þá var staða slitastjórnarinn orðin erfiðari. Rúmar fjögur hundruð milljónir vantaði upp á til að Serval væri skuldlaust og greiddi Ólafur Ólafsson þann pening. Serval hafði því gert upp skuldir sínar en skuldin við Brooks stóð enn eftir. Kaupþing átti einnig kröfu á félagið Gerland en enn hefur ekkert fengist upp í skuld þess, enda var það veitt án veða og trygginga, að sögn Jóhannesar Rúnars.
Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira