Viðskipti innlent

Ný bók um sauðfjárrækt eftir áratugabið

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á lokametrum nýrrar bókar um sauðfjárrækt var bætt við kafla um smalahunda, að sögn ritstjóra hennar.
Á lokametrum nýrrar bókar um sauðfjárrækt var bætt við kafla um smalahunda, að sögn ritstjóra hennar.
Áratugabið bænda eftir alhliða riti um sauðfé og sauðfjárrækt er á enda með nýútkominni bók „Sauðfjárrækt á Íslandi“.

„Um málið hefur verið ályktað hjá Landssambandi sauðfjárbænda og búið að tala um það mjög lengi,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir, ritstjóri bókarinnar og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Árin 2009 til 2011 veitti hún forstöðu verkefninu Sheepskills (sheepskills.eu) sem styrkt var af menntaáætlun Evrópusambandsins.

„Við bjuggum til fræðsluefni í fimm löndum og fórum fyrst af stað með þá hugmynd að efnið yrði rafrænt,“ segir hún, en hér hafi skilaboð frá bændum verið á þá leið að þeir vildu almennilega bók um efnið. „Við byggðum á því sem til var og fórum yfir og uppfærðum, en mjög mikið var skrifað frá grunni.“

Ragnhildur Sigurðardóttir
Þrátt fyrir að umræða um inngöngu um inngöngu í Evrópusambandið hafi verið heit á þessum tíma og ákveðna andstöðu sem verið hafi í hópi bænda segir Ragnhildur að á fundum með bændum og ráðgjöfum í sauðfjárrækt hafi komið fram skilningur á því að bæði bæri að gefa og þiggja inn í svona verkefni. 

„Íslendingar taka þátt í menntaáætlun Evrópusambandsins í gegn um EES-samninginn. Gaman var að finna hversu miklu við höfum að miðla þótt við séum lítið land og eigum margt sammerkt með öðrum löndum þótt aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×