Byggðastofnun hefur selt 46 eignir frá 2009 Þorgils Jónsson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Austurkjördæmi, lagði í síðustu viku fram fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvort til greina komi að gefa Breiðdalshreppi eign Byggðastofnunar í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að þessari fyrirspurn hafi vaknað þegar hann hitti sveitarstjórnarfólk í Breiðdalsvík, en þar hafi þetta meðal annars komið til tals. „Þeir sýndu okkur þetta stóra hús, en að þeirra mati verður aldrei rekið þarna frystihús aftur. Hreppurinn hefur hins vegar margs konar hugmyndir um hvernig megi nýta þetta hús í öðrum tilgangi, meðal annars með því að skipta því niður. Það er mín skoðun að það geti enginn annar en hreppurinn.“ Kristján segir að hreppurinn hafi ekki fjármagn til þess að kaupa eignina en Byggðastofnun geti með þessu losnað við kostnað af húsinu, meðal annars fasteignagjöld og viðhald. Svar hefur enn ekki borist frá ráðherra, en Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Byggðastofnun, sagði í samtali við Fréttablaðið að hingað til hafi stofnunin ekki gefið eignir. „Það hefur komið fyrir að eignir hafi verið settar inn í félög sem hlutafé, meðal annars á Siglufirði og Skagaströnd. Þetta hefur ekki verið gefins, en þó skilað sér í uppbygginu í samfélaginu sem skiptir mestu máli,“ segir hann. Eins og sakir standa á Byggðastofnun 25 fasteignir um allt land, allt atvinnuhúsnæði utan einnar, sem er svipað og hefur verið síðustu ár, en nokkru meira en var fyrir hrun. Fasteignirnar hefur stofnunin eignast á nauðungarsölu eða við gjaldþrot skuldara og er bókfært virði þessara eigna rúmlega milljarður króna. Hjalti segir eignirnar hafa verið mislengi í sölu. „Það hefur hægst svolítið á eftir hrun og eignirnar eru stærri og þyngri þannig að þetta hefur verið erfiðara.“ Flestallar eignirnar eru í notkun en Hjalti segir að stefnan sé að reyna að selja eignirnar sem fyrst, en annars að koma þeim í notkun, meðal annars með leigu, sem hafi gengið ágætlega. Rekstrarkostnaður eignanna, það er heildarkostnaður að frádregnum tekjum, hefur verið að meðaltali 15,9 milljónir króna á ári síðustu fimm ár, en frá byrjun ársins 2009 hefur stofnunin selt samtals 46 eignir fyrir 807 milljónir króna. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Austurkjördæmi, lagði í síðustu viku fram fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvort til greina komi að gefa Breiðdalshreppi eign Byggðastofnunar í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Kristján segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndin að þessari fyrirspurn hafi vaknað þegar hann hitti sveitarstjórnarfólk í Breiðdalsvík, en þar hafi þetta meðal annars komið til tals. „Þeir sýndu okkur þetta stóra hús, en að þeirra mati verður aldrei rekið þarna frystihús aftur. Hreppurinn hefur hins vegar margs konar hugmyndir um hvernig megi nýta þetta hús í öðrum tilgangi, meðal annars með því að skipta því niður. Það er mín skoðun að það geti enginn annar en hreppurinn.“ Kristján segir að hreppurinn hafi ekki fjármagn til þess að kaupa eignina en Byggðastofnun geti með þessu losnað við kostnað af húsinu, meðal annars fasteignagjöld og viðhald. Svar hefur enn ekki borist frá ráðherra, en Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs hjá Byggðastofnun, sagði í samtali við Fréttablaðið að hingað til hafi stofnunin ekki gefið eignir. „Það hefur komið fyrir að eignir hafi verið settar inn í félög sem hlutafé, meðal annars á Siglufirði og Skagaströnd. Þetta hefur ekki verið gefins, en þó skilað sér í uppbygginu í samfélaginu sem skiptir mestu máli,“ segir hann. Eins og sakir standa á Byggðastofnun 25 fasteignir um allt land, allt atvinnuhúsnæði utan einnar, sem er svipað og hefur verið síðustu ár, en nokkru meira en var fyrir hrun. Fasteignirnar hefur stofnunin eignast á nauðungarsölu eða við gjaldþrot skuldara og er bókfært virði þessara eigna rúmlega milljarður króna. Hjalti segir eignirnar hafa verið mislengi í sölu. „Það hefur hægst svolítið á eftir hrun og eignirnar eru stærri og þyngri þannig að þetta hefur verið erfiðara.“ Flestallar eignirnar eru í notkun en Hjalti segir að stefnan sé að reyna að selja eignirnar sem fyrst, en annars að koma þeim í notkun, meðal annars með leigu, sem hafi gengið ágætlega. Rekstrarkostnaður eignanna, það er heildarkostnaður að frádregnum tekjum, hefur verið að meðaltali 15,9 milljónir króna á ári síðustu fimm ár, en frá byrjun ársins 2009 hefur stofnunin selt samtals 46 eignir fyrir 807 milljónir króna.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira