Viðskipti innlent

Innrétta nýtt hótel á Laugavegi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Breyta á Laugavegi 66 í hótel.
Breyta á Laugavegi 66 í hótel. Fréttablaðið/GVA
Fasteignafélagið L66-68 hefur fengið leyfi byggingarfulltrúa til að byggja ofan á Laugaveg 66-68 og innrétta í 34 herbergja hótel í húsinu. Bæta á 32 herbergjum við síðar.

Efsta hæðin á að vera inndregin. Herbergin 34 sem taka eiga 64 gesti verða öll ofan 1. hæðar en á neðstu hæðinni verður starfsmannaaðstaða, veitingasalur, bar og móttaka hótels auk verslunarrýmis.

Í seinni áfanga er ætlunin að rífa hús á baklóð og byggja við allar hæðir og tvöfalda með því mögulegan gestafjölda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×