Viðskipti innlent

Fljúga undir eigin flaggi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill vöxtur hefur verið Í rekstri fyrirtækisins undanfarið.
Mikill vöxtur hefur verið Í rekstri fyrirtækisins undanfarið. Mynd/Pjetur Sigurðsson
Flugfélagið WOW air tók formlega við flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu í gær. Um 30 ár eru frá því að slíkt leyfi var veitt félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi.

WOW lítur á leyfið sem lið í að styrkja og byggja upp rekstur félagsins. Lykilatriði sé fyrir áframhaldandi vöxt að fljúga undir eigin flaggi. Fyrsta flugið undir merkjum WOW air fór til Kaupmannahafnar í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×