Fyrirtæki búa sig undir harðan slag Haraldur Guðmundsson skrifar 30. október 2013 00:00 Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar fara nú yfir athugasemdir sem stofnuninni bárust vegna fyrirhugaðra breytinga. Fréttablaðið/Vilhelm. Fréttablaðið/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira