Fyrirtæki búa sig undir harðan slag Haraldur Guðmundsson skrifar 30. október 2013 00:00 Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar fara nú yfir athugasemdir sem stofnuninni bárust vegna fyrirhugaðra breytinga. Fréttablaðið/Vilhelm. Fréttablaðið/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um hvort farið verði í breytingar sem eiga að stuðla að aukinni samkeppni í sölu á upplýsingum um símanúmer einstaklinga og fyrirtækja. Stofnunin ætlar einnig að taka símanúmerið 118 úr notkun og afturkalla leyfi fyrirtækisins Já fyrir notkun á því. Já hefur undanfarin ár þurft að halda utan um heildstæðan gagnagrunn yfir innlend símanúmer. Með fyrirhuguðum breytingum PFS á að gera fjarskiptafyrirtækjum skylt að safna þessum sömu upplýsingum. Fyrirtækjunum er samkvæmt núgildandi fjarskiptalögum ætlað að safna þeim en síðustu ár hafa þau látið Já sjá um skráninguna „Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari gögn um símanúmer en fjarskiptafyrirtækin, svo sem nákvæmar upplýsingar um fjölskylduhagi fólks eða starfsheiti. Fyrirtæki sem ætlaði að byrja að selja upplýsingar um símanúmer með einhverjum hrágögnum væri því ekki í sömu stöðu og Já er í nú og undir þetta sjónarmið hafa stofnanir eins og PFS tekið,“ segir Andri Árnason, framkvæmdastjóri Miðlunar, en hann hefur lengi gagnrýnt núverandi fyrirkomulag og sagt það koma í veg fyrir að fyrirtæki geti keppt við Já þegar kemur að sölu á upplýsingum um símanúmer. Andri segir Miðlun hafa gert tilraunir til að kaupa aðgang að þessum gögnum Já en að verð fyrirtækisins hafi verið of hátt til að geta staðið undir rekstri slíkrar þjónustu. „Allir þeir sem ákveða að fara í rekstur þurfa að fjárfesta í því að fara í rekstur. Allt frá því að Já var stofnað höfum við náð samningum við öll starfandi fjarskiptafyrirtæki um afhendingu símanúmeraupplýsinga, líkt og aðrir geta gert. Það eru því engin einkaréttindi til handa Já varðandi slíka starfsemi,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já. Spurð um hvernig Já ætli að bregðast við ákvörðun PFS um afturköllun á leyfi fyrir notkun á númerinu 118, segir Sigríður að fyrirtækið ætli ekki að hætta að veita sömu þjónustu. „Við höfum fjárfest verulega í markaðssetningu og höfum byggt upp þekkingu á vörumerkinu 118 og við munum að sjálfsögðu ekki hætta að veita þjá þjónustu þó númerið verði lagt niður heldur veita sömu þjónustu í símanúmerinu 1818,“ segir Sigríður. Andri tekur í sama streng og segir að ef PFS ákveði á endanum að fara í breytingarnar þá ætli Miðlun að bjóða upp á sömu þjónustu. „Þá ætlum við einfaldlega að bjóða neytendum upp á fleiri en einn valkost. Við höfum fengið úthlutað símanúmerinu 1800 og teljum að það sé hægt að gera þetta á ódýrari hátt fyrir neytendur,“ segir Andri.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira