Kórea í Reykjavík 26. október 2013 17:00 Kathy Clark og Ólafur Örn Ólafsson opnuðu K-Bar á Laugavegi 74 í vikunni, eina veitingastaðinn á Íslandi sem byggir á kóreskri matargerð.mynd/daníel „Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og stemmingin verið frábær,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda K-bar, glænýs veitingastaðar á Laugavegi 74 sem opnaður var síðastliðinn mánudag. Á K-bar er stunduð kóresk matargerð og staðurinn því sá eini sinnar tegundar á Íslandi.„Kóreskt eldhús er okkar innblástur að nýjum réttum en við bjóðum einnig upp á rótgróinn kóreskan mat. Kathy Clark, meðeigandi minn, er af kóreskum uppruna og hugmyndasmiðurinn að baki réttunum á matseðlinum. Við búum til okkar eigin kimchi, sem er hryggjarstykkið í kóreskri matargerð,“ segir Ólafur, en hvað er kimchi? „Kimchi er geymsluaðferð þar sem kínakál er saltað og látið gerjast í sérstakri kryddblöndu í krukku. En það er hægt að „kimchia“ hvað sem er. Við búum til dæmis til kimchi-sýróp, kimchi-bernaisesósu, kimchi-majónes og kimchi-viniagrette. Við gerum meira að segja kimchi-kokkteila á barnum! Kimchi er sérstakt bragð og alveg svakalega gott,“ segir Ólafur.Ramen-núðlusúpan á K-bar er gerð frá grunni og núðlurnar sérstaklega fluttar inn í súpuna.K-bar verður opinn frá morgni og fram á nótt og meðal annars er hægt að byrja daginn þar á sérinnfluttu kaffi og kimchi-croissant eða cronuts, sem Ólafur lýsir sem dísætum samruna croissant og kleinuhringja. Í hádeginu er boðið upp á léttan matseðil, djúsí samlokur með kóresku innihaldi, ekta ramen-núðlusúpu og fleira. „Ramen-súpan er æðisleg og allt öðruvísi en allar aðrar núðlusúpur sem hægt er að fá í bænum. Við búum hana til frá grunni og flytjum sérstaklega inn núðlurnar í súpuna,“ segir Ólafur.Fuji-eplasalat með heimagerðum ferskisosti kimchi og tvíreyktri svínasíðu.„Til að byrja með verður kvöldverðarseðillinn ekki öll kvöld vikunnar, léttari seðill verður í hádeginu og önnur kvöld, en í desember förum við á fullt. Þá förum við líka í sparifötin og bjóðum upp á allskonar fínerí, ostrur og fleira. Við erum líka með einn stærsta bjórbar á landinu á K-bar, með hátt í hundrað tegundir af flöskubjór. Við gerum hlutina alla leið á K-bar, hingað eru allir velkomnir, alltaf.“ Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Kathy Clark og Ólafur Örn Ólafsson opnuðu K-Bar á Laugavegi 74 í vikunni, eina veitingastaðinn á Íslandi sem byggir á kóreskri matargerð.mynd/daníel „Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og stemmingin verið frábær,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda K-bar, glænýs veitingastaðar á Laugavegi 74 sem opnaður var síðastliðinn mánudag. Á K-bar er stunduð kóresk matargerð og staðurinn því sá eini sinnar tegundar á Íslandi.„Kóreskt eldhús er okkar innblástur að nýjum réttum en við bjóðum einnig upp á rótgróinn kóreskan mat. Kathy Clark, meðeigandi minn, er af kóreskum uppruna og hugmyndasmiðurinn að baki réttunum á matseðlinum. Við búum til okkar eigin kimchi, sem er hryggjarstykkið í kóreskri matargerð,“ segir Ólafur, en hvað er kimchi? „Kimchi er geymsluaðferð þar sem kínakál er saltað og látið gerjast í sérstakri kryddblöndu í krukku. En það er hægt að „kimchia“ hvað sem er. Við búum til dæmis til kimchi-sýróp, kimchi-bernaisesósu, kimchi-majónes og kimchi-viniagrette. Við gerum meira að segja kimchi-kokkteila á barnum! Kimchi er sérstakt bragð og alveg svakalega gott,“ segir Ólafur.Ramen-núðlusúpan á K-bar er gerð frá grunni og núðlurnar sérstaklega fluttar inn í súpuna.K-bar verður opinn frá morgni og fram á nótt og meðal annars er hægt að byrja daginn þar á sérinnfluttu kaffi og kimchi-croissant eða cronuts, sem Ólafur lýsir sem dísætum samruna croissant og kleinuhringja. Í hádeginu er boðið upp á léttan matseðil, djúsí samlokur með kóresku innihaldi, ekta ramen-núðlusúpu og fleira. „Ramen-súpan er æðisleg og allt öðruvísi en allar aðrar núðlusúpur sem hægt er að fá í bænum. Við búum hana til frá grunni og flytjum sérstaklega inn núðlurnar í súpuna,“ segir Ólafur.Fuji-eplasalat með heimagerðum ferskisosti kimchi og tvíreyktri svínasíðu.„Til að byrja með verður kvöldverðarseðillinn ekki öll kvöld vikunnar, léttari seðill verður í hádeginu og önnur kvöld, en í desember förum við á fullt. Þá förum við líka í sparifötin og bjóðum upp á allskonar fínerí, ostrur og fleira. Við erum líka með einn stærsta bjórbar á landinu á K-bar, með hátt í hundrað tegundir af flöskubjór. Við gerum hlutina alla leið á K-bar, hingað eru allir velkomnir, alltaf.“
Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent