Við höfum tekið vel til eftir Tékkaleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 07:00 Góð ráð dýr Ágúst Jóhannsson ræðir við stelpurnar í tapleiknum gegn Tékkum í sumar. Nú fer ný undankeppni í hönd og stelpurnar geta tekið hana með trompi með góðum úrslitum gegn Finnum í kvöld.Fréttablaðið/Vilhelm Kvennalandslið Íslands hefur leik í undankeppni Evrópumótsins gegn Finnum í kvöld. Frakkar og Slóvakar eru hinar þjóðirnar í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Króatíu og Ungverjalandi í desember 2014. „Finnar hafa litla reynslu og hafa ekki komist á stórmót. Við þurfum samt að bera virðingu fyrir þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson. Hann segir mikilvægt að byrja keppnina vel en ljóst er að Finnar eru slakasta liðið í riðlinum, að minnsta kosti á pappírnum fræga. „Við höfum skoðað leik liðsins á myndbandi og aflað upplýsinga. Við ætlum að mæta af fullum krafti og taka fast á þeim.“ Nokkuð er um forföll í íslenska liðinu og hópurinn nokkuð breyttur frá því sem verið hefur undanfarin ár. Dagný Skúladóttir hefur lagt skóna á hilluna, Hrafnhildur Skúladóttir var ekki valin, Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið meidd, sömuleiðis Þorgerður Anna Atladóttir, og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir barnsburð. Þá heltist Ásta Birna Gunnarsdóttir úr lestinni í vikunni vegna meiðsla og Florentina Stanciu er veik. Óvíst er um þátttöku hennar í leiknum í kvöld. „Eðlilegt er að á einhverjum tímapunkti verði endurnýjun í landsliðinu. Ég vel þá leikmenn sem ég tel vera besta hverju sinni. Alveg sama hversu gamlar þær eru,“ segir Ágúst. Ekki sé verið að loka neinum dyrum.Aldrei fleiri spilað erlendis „Samkeppnin er meiri en verið hefur. Það kemur meðal annars til af því hve margir leikmenn eru að spila í sterkum deildum ytra.“ Níu leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum félögum. Þeirra á meðal eru Ramune Pekarskyte, Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðardóttir sem kynnt var til sögunnar sem nýr fyrirliði liðsins í gær. „Stella hefur spilað gríðarlega vel með SönderjyskE þótt úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur. Hún hefur heilt yfir verið okkar besti leikmaður.“ Stellu, sem spilað hefur í stöðu hægri skyttu með danska liðinu vegna meiðsla örvhentrar skyttu liðsins, líst vel á nýja ábyrgð. „Það er mjög mikill heiður að vera fyrirliði svona flotts hóps. Ég er mjög spennt fyrir að taka við af Hröbbu og Rakel sem hafa verið frábærir fyrirliðar.“Lykilmaður Stella Sigurðardóttir hefur spilað vel með SönderjyskE í upphafi leiktíðar, þótt gengi liðsins hafi ekki verið gott. Hún hefur verið í hlutverki hægri skyttu í fjarveru örvhentrar skyttu sem er meidd.Fréttablaðið/VilhelmÚrslitin gegn Tékkum voru sjokk Íslenska liðið steinlá í tveimur umspilsleikjum gegn Tékkum í júní. Liðið tapaði fyrri leiknum heima með tólf mörkum sem var mikið áfall enda talið að stelpurnar okkar ættu fína möguleika. „Úrslitin voru gríðarleg vonbrigði og sjokk fyrir okkur öll. Við höfum tekið vel til í okkar hlutum, bæði við þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Ágúst. Reikna megi með breyttum áherslum í varnarleiknum og einu til tveimur atriðum í sóknarleiknum. Hann minnir þó á að liðið hafi fyrst æft á mánudaginn og því skammur tími til breytinga. Leikur Íslands og Finnlands hefst í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30. Ágúst treystir á góðan stuðning áhorfenda og hvetur foreldra til að mæta með börn sín á leikinn. „Margar af stelpunum eru að spila í bestu deildum í heimi. Þær eru miklar fyrirmyndir og gaman að fylgjast með þeim.“ Stelpurnar halda svo til Slóvakíu þar sem liðið mætir heimakonum á sunnudag. Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Kvennalandslið Íslands hefur leik í undankeppni Evrópumótsins gegn Finnum í kvöld. Frakkar og Slóvakar eru hinar þjóðirnar í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppninni í Króatíu og Ungverjalandi í desember 2014. „Finnar hafa litla reynslu og hafa ekki komist á stórmót. Við þurfum samt að bera virðingu fyrir þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Ágúst Jóhannsson. Hann segir mikilvægt að byrja keppnina vel en ljóst er að Finnar eru slakasta liðið í riðlinum, að minnsta kosti á pappírnum fræga. „Við höfum skoðað leik liðsins á myndbandi og aflað upplýsinga. Við ætlum að mæta af fullum krafti og taka fast á þeim.“ Nokkuð er um forföll í íslenska liðinu og hópurinn nokkuð breyttur frá því sem verið hefur undanfarin ár. Dagný Skúladóttir hefur lagt skóna á hilluna, Hrafnhildur Skúladóttir var ekki valin, Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið meidd, sömuleiðis Þorgerður Anna Atladóttir, og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir barnsburð. Þá heltist Ásta Birna Gunnarsdóttir úr lestinni í vikunni vegna meiðsla og Florentina Stanciu er veik. Óvíst er um þátttöku hennar í leiknum í kvöld. „Eðlilegt er að á einhverjum tímapunkti verði endurnýjun í landsliðinu. Ég vel þá leikmenn sem ég tel vera besta hverju sinni. Alveg sama hversu gamlar þær eru,“ segir Ágúst. Ekki sé verið að loka neinum dyrum.Aldrei fleiri spilað erlendis „Samkeppnin er meiri en verið hefur. Það kemur meðal annars til af því hve margir leikmenn eru að spila í sterkum deildum ytra.“ Níu leikmenn í hópnum eru á mála hjá erlendum félögum. Þeirra á meðal eru Ramune Pekarskyte, Karen Knútsdóttir og Stella Sigurðardóttir sem kynnt var til sögunnar sem nýr fyrirliði liðsins í gær. „Stella hefur spilað gríðarlega vel með SönderjyskE þótt úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur. Hún hefur heilt yfir verið okkar besti leikmaður.“ Stellu, sem spilað hefur í stöðu hægri skyttu með danska liðinu vegna meiðsla örvhentrar skyttu liðsins, líst vel á nýja ábyrgð. „Það er mjög mikill heiður að vera fyrirliði svona flotts hóps. Ég er mjög spennt fyrir að taka við af Hröbbu og Rakel sem hafa verið frábærir fyrirliðar.“Lykilmaður Stella Sigurðardóttir hefur spilað vel með SönderjyskE í upphafi leiktíðar, þótt gengi liðsins hafi ekki verið gott. Hún hefur verið í hlutverki hægri skyttu í fjarveru örvhentrar skyttu sem er meidd.Fréttablaðið/VilhelmÚrslitin gegn Tékkum voru sjokk Íslenska liðið steinlá í tveimur umspilsleikjum gegn Tékkum í júní. Liðið tapaði fyrri leiknum heima með tólf mörkum sem var mikið áfall enda talið að stelpurnar okkar ættu fína möguleika. „Úrslitin voru gríðarleg vonbrigði og sjokk fyrir okkur öll. Við höfum tekið vel til í okkar hlutum, bæði við þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Ágúst. Reikna megi með breyttum áherslum í varnarleiknum og einu til tveimur atriðum í sóknarleiknum. Hann minnir þó á að liðið hafi fyrst æft á mánudaginn og því skammur tími til breytinga. Leikur Íslands og Finnlands hefst í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda klukkan 19.30. Ágúst treystir á góðan stuðning áhorfenda og hvetur foreldra til að mæta með börn sín á leikinn. „Margar af stelpunum eru að spila í bestu deildum í heimi. Þær eru miklar fyrirmyndir og gaman að fylgjast með þeim.“ Stelpurnar halda svo til Slóvakíu þar sem liðið mætir heimakonum á sunnudag.
Handbolti Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira