Radíó mamma sextug Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2013 14:00 Arnþrúður er orðin vön að standa við hljóðnemann. Fréttablaðið/GVA „Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa kynnst svo mörgu að ég velti fyrir mér hvort ég sé ekki 160 ára,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu sem fagnar sextugsafmæli sínu í dag með vinum og vandamönnum. Hún á tvö börn, dóttur sem lærir sálfræði og son í námi í kvikmyndagerð úti í París. Arnþrúður er fædd í Flatey á Skjálfanda og átti heima þar til átta ára aldurs. „Ég segi stundum að ég sé síðasti móhíkaninn, því ég var með þeim síðustu sem fluttu úr eynni. Þegar ég kom þangað fyrir nokkrum árum brá mér gríðarlega þegar ég sá hvað allt var smátt sem áður hafði virst stórt.“ Hún segir að búsetuskilyrðin hafi verið erfið í Flatey. „Ég er yngst af átta systkinum svo heimilið var stórt og þar voru ekki þau þægindi sem fólk býr við í dag eins og vatn í krana og rafmagn. Þannig að ég er fædd í fornöld.“ Á Húsavík bjó Arnþrúður í nokkur ár. Þar stundaði hún íþróttir og var 15 ára valin í unglingalandsliðið í handbolta. Í kjölfar þess flutti hún suður, fór í Kvennaskólann og spilaði með gullaldarliði Fram þar til hún gekk í kvennalandsliðið sem hún lék með á fimmta tug leikja. Stjórnarseta í HSÍ og formennska í landsliðsnefnd er líka á ferilskránni. Arnþrúður var meðal fyrstu kvenna sem gengu til liðs við lögregluna eftir nám í Lögregluskóla ríkisins. „Fyrst fór ég í götulögguna en fljótlega að vinna í fíkniefnadeildinni og eftir það var ég varðstjóri í umferðarslysadeild. Þá var ég 23 ára og það var gríðarmikið að takast á við, því þetta var 18 manna deild. Síðan var ég skipuð rannsóknarlögreglumaður. Þá vorum við tvær konur þar, ég og Dóra Hlín Ingólfsdóttir.“ Samhliða því að vera rannsóknarlögreglumaður stundaði Arnþrúður kvöldnám í Öldungadeild MH í fjögur ár og einn daginn kveðst hún hafa ákveðið að taka þátt í bæjarstjórnarkosningum fyrir Framsókn í Hafnarfirði. „Ég vissi ekki fyrr en ég vaknaði upp sem bæjarfulltrúi,“ rifjar hún upp. Eftir löggæslustörfin söðlaði Arnþrúður um og sneri sér að fjölmiðlum. Hún hóf störf á Ríkisútvarpinu á Skúlagötu 4, þar sem hún gerðist dagskrárgerðarmaður með Sigmari B. Haukssyni. „Við vorum með fréttatengdan þátt strax eftir kvöldfréttir sem hét Af vettvangi,“ rifjar hún upp. „Svo var ég beðin að vera í hópi með Ásgeiri Tómassyni, Páli Þorsteinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni að undirbúa Rás 2. Í kjölfar þess fór ég í blaðamannaháskólann í Ósló og útskrifaðist þaðan sem blaða- og fréttamaður.“ Arnþrúður bjó í Ósló í fimm ár og lauk Ex.phil-gráðu í heimspeki og fjölmiðlafræði við háskóla, samtímis því sem hún var fréttaritari íslenska sjónvarpsins í Noregi og vann íslenskar fréttir fyrir norska útvarpið og sjónvarpið. Heimkomin fór Arnþrúður beint á fréttastofu Sjónvarps en 1889 var hún beðin að koma yfir á Bylgjuna sem fréttastjóri og dagskrárgerðarmaður. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands. „Ég var í lagadeildinni í þrjú ár en hætti af persónulegum ástæðum,“ segir hún. „Þá setti ég upp Sissu tískuhús á Hverfisgötu og rak þá verslun í sjö ár.“ Ekki hafði Arnþrúður sagt skilið við pólitíkina því hún var í þriðja sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir alþingiskosningar 1995 og varð varaþingmaður. Hún rifjar upp að jómfrúarræðan á Alþingi hafi snúist um að þyngja refsingar þeirra sem standa að innflutningi fíkniefna til landsins. Útvarp Saga, sem stofnuð var árið 2002 sem talmálsstöð, hefur verið í eigu Arnþrúðar í tíu ár og það eru vissulega líka tímamót. Hjá starfsmönnum þar gengur Arnþrúður undir gælunafninu Radíó mamma. „Ég er alsæl með lífið,“ segir hún, „og tel að Útvarp Saga sé nauðsynleg í íslenska fjölmiðlaflóru.“ Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
„Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa kynnst svo mörgu að ég velti fyrir mér hvort ég sé ekki 160 ára,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu sem fagnar sextugsafmæli sínu í dag með vinum og vandamönnum. Hún á tvö börn, dóttur sem lærir sálfræði og son í námi í kvikmyndagerð úti í París. Arnþrúður er fædd í Flatey á Skjálfanda og átti heima þar til átta ára aldurs. „Ég segi stundum að ég sé síðasti móhíkaninn, því ég var með þeim síðustu sem fluttu úr eynni. Þegar ég kom þangað fyrir nokkrum árum brá mér gríðarlega þegar ég sá hvað allt var smátt sem áður hafði virst stórt.“ Hún segir að búsetuskilyrðin hafi verið erfið í Flatey. „Ég er yngst af átta systkinum svo heimilið var stórt og þar voru ekki þau þægindi sem fólk býr við í dag eins og vatn í krana og rafmagn. Þannig að ég er fædd í fornöld.“ Á Húsavík bjó Arnþrúður í nokkur ár. Þar stundaði hún íþróttir og var 15 ára valin í unglingalandsliðið í handbolta. Í kjölfar þess flutti hún suður, fór í Kvennaskólann og spilaði með gullaldarliði Fram þar til hún gekk í kvennalandsliðið sem hún lék með á fimmta tug leikja. Stjórnarseta í HSÍ og formennska í landsliðsnefnd er líka á ferilskránni. Arnþrúður var meðal fyrstu kvenna sem gengu til liðs við lögregluna eftir nám í Lögregluskóla ríkisins. „Fyrst fór ég í götulögguna en fljótlega að vinna í fíkniefnadeildinni og eftir það var ég varðstjóri í umferðarslysadeild. Þá var ég 23 ára og það var gríðarmikið að takast á við, því þetta var 18 manna deild. Síðan var ég skipuð rannsóknarlögreglumaður. Þá vorum við tvær konur þar, ég og Dóra Hlín Ingólfsdóttir.“ Samhliða því að vera rannsóknarlögreglumaður stundaði Arnþrúður kvöldnám í Öldungadeild MH í fjögur ár og einn daginn kveðst hún hafa ákveðið að taka þátt í bæjarstjórnarkosningum fyrir Framsókn í Hafnarfirði. „Ég vissi ekki fyrr en ég vaknaði upp sem bæjarfulltrúi,“ rifjar hún upp. Eftir löggæslustörfin söðlaði Arnþrúður um og sneri sér að fjölmiðlum. Hún hóf störf á Ríkisútvarpinu á Skúlagötu 4, þar sem hún gerðist dagskrárgerðarmaður með Sigmari B. Haukssyni. „Við vorum með fréttatengdan þátt strax eftir kvöldfréttir sem hét Af vettvangi,“ rifjar hún upp. „Svo var ég beðin að vera í hópi með Ásgeiri Tómassyni, Páli Þorsteinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni að undirbúa Rás 2. Í kjölfar þess fór ég í blaðamannaháskólann í Ósló og útskrifaðist þaðan sem blaða- og fréttamaður.“ Arnþrúður bjó í Ósló í fimm ár og lauk Ex.phil-gráðu í heimspeki og fjölmiðlafræði við háskóla, samtímis því sem hún var fréttaritari íslenska sjónvarpsins í Noregi og vann íslenskar fréttir fyrir norska útvarpið og sjónvarpið. Heimkomin fór Arnþrúður beint á fréttastofu Sjónvarps en 1889 var hún beðin að koma yfir á Bylgjuna sem fréttastjóri og dagskrárgerðarmaður. Þaðan lá leiðin í lagadeild Háskóla Íslands. „Ég var í lagadeildinni í þrjú ár en hætti af persónulegum ástæðum,“ segir hún. „Þá setti ég upp Sissu tískuhús á Hverfisgötu og rak þá verslun í sjö ár.“ Ekki hafði Arnþrúður sagt skilið við pólitíkina því hún var í þriðja sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir alþingiskosningar 1995 og varð varaþingmaður. Hún rifjar upp að jómfrúarræðan á Alþingi hafi snúist um að þyngja refsingar þeirra sem standa að innflutningi fíkniefna til landsins. Útvarp Saga, sem stofnuð var árið 2002 sem talmálsstöð, hefur verið í eigu Arnþrúðar í tíu ár og það eru vissulega líka tímamót. Hjá starfsmönnum þar gengur Arnþrúður undir gælunafninu Radíó mamma. „Ég er alsæl með lífið,“ segir hún, „og tel að Útvarp Saga sé nauðsynleg í íslenska fjölmiðlaflóru.“
Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira