Lífið

Unnsteinn: Eigum ekki séns í vöðvatröllin

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Unnsteinn gefur lítið út á meinta kvenhylli þeirra Högna.
Unnsteinn gefur lítið út á meinta kvenhylli þeirra Högna. Fréttablaðið/Vilhelm
„Við Högni erum miklir vinir og okkur langaði bara að komast í kjólinn fyrir jólin,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í Retro Stefson, en hann og Högni eru í stífri þjálfun hjá einkaþjálfaranum Antoine Fons í Laugum. „Maður verður að vera í formi á sviðinu ef maður spilar danstónlist!“ segir hann jafnframt.

Antoine segir þá Högna og Unnstein standa sig vel í ræktinni og taka sig einstaklega vel út. Hann segir þá félaga fá mikla athygli. „Ég er búinn að bæta áhættuþóknun við launin hjá mér, þar sem ég legg líf mitt að veði við það að koma strákunum á milli tækjanna,“ segir Antoine, léttur í bragði.

„Þeir eru hættir að æfa í hefðbundnum íþróttafötum og neyðast til að klæðast dulargervum í von um að fá smá frið frá fitnessdrottningunum,“ bætir Antoine við.

Unnsteinn Manuel vildi lítið gefa út um meinta kvenhylli þeirra félaga. „Nei, ég held að við eigum ekki séns í vöðvatröllin og Antoine. Held að athyglin beinist aðallega að þeim frekar en tveimur tónlistarmönnum sem eru í besta falli í miðlungsformi,“ segir Unnsteinn og hlær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.