Popp, hip hop og kántrí á Bangerz Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 08:30 Miley Cyrus hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur. Fyrst vakti hún hneykslan margra með svæsinni sviðsframkomu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni, því næst birtist hún nakin í myndbandi sínu við lagið Wrecking Ball og loks átti hún í grimmum skoðanaskiptum við Sinéad O"Connor. Nothing Compares 2 U-söngkonan sagði að óþarfi væri fyrir Cyrus að hegða sér eins og „vændiskona“ til að vekja á sér athygli. Cyrus gerði lítið úr ummælunum og benti á andlega vanheilsu O"Connor. Fyrir það var hún harðlega gagnrýnd. En hvað um það. Núna er fjórða hljóðversplata Cyrus, Bangerz, komin út og sú fyrsta á vegum RCA Records. Þar starfar hún með kunnum upptökustjórum og lagahöfundum á borð við Mike Will, Pharrell, Future og will.i.am. Cyrus, sem verður 21 árs í nóvember, ætlaði upphaflega að einbeita sér að kvikmyndaferlinum í stað þess að búa til Bangerz, en hún varð unglingastjarna í sjónvarpsþáttunum Hannah Montana. Í staðinn ákvað hún að leggja allt í sölurnar fyrir tónlistarferilinn og hún má eiga það að hún kann að vekja á sér athygli, hvað sem öðrum kann að finnast um lafandi tungu hennar og kynferðislega tilburði á opinberum vettvangi. Sjálf lítur hún á Bangerz sem fyrstu „alvöru“ sólóplötuna sína, enda hefur hún núna sagt skilið við Hannah Montana-batteríið. Poppið er allsráðandi, þótt hip hop og sveitatónlist komi einnig við sögu. Tilurð sveitatónlistar á plötunni er síður en svo út úr kú því Cyrus er dóttir hins heimsfræga kántrítónlistarmanns Billy Ray Cyrus. Textarnir á Bangerz snúast að mestu um ást og rómantík og eru líkast til undir áhrifum frá sambandsslitum hennar og unnustans fyrrverandi, leikarans Liams Hemsworth. Gestasöngvarar á plötunni eru Britney Spears, Big Sean, French Montana, Future, Ludacris og Nelly. Smáskífulögin tvö hafa bæði notið hylli. We Can"t Stop komst í annað sæti bandaríska Billboard-listans og Wrecking Ball varð í framhaldinu fyrsta lag hennar til að ná toppsætinu. Samtals hafa níu lög með henni komst á topp tíu í Bandaríkjunum. Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Miley Cyrus hefur heldur betur verið á milli tannanna á fólki síðustu vikur. Fyrst vakti hún hneykslan margra með svæsinni sviðsframkomu sinni á MTV-verðlaunahátíðinni, því næst birtist hún nakin í myndbandi sínu við lagið Wrecking Ball og loks átti hún í grimmum skoðanaskiptum við Sinéad O"Connor. Nothing Compares 2 U-söngkonan sagði að óþarfi væri fyrir Cyrus að hegða sér eins og „vændiskona“ til að vekja á sér athygli. Cyrus gerði lítið úr ummælunum og benti á andlega vanheilsu O"Connor. Fyrir það var hún harðlega gagnrýnd. En hvað um það. Núna er fjórða hljóðversplata Cyrus, Bangerz, komin út og sú fyrsta á vegum RCA Records. Þar starfar hún með kunnum upptökustjórum og lagahöfundum á borð við Mike Will, Pharrell, Future og will.i.am. Cyrus, sem verður 21 árs í nóvember, ætlaði upphaflega að einbeita sér að kvikmyndaferlinum í stað þess að búa til Bangerz, en hún varð unglingastjarna í sjónvarpsþáttunum Hannah Montana. Í staðinn ákvað hún að leggja allt í sölurnar fyrir tónlistarferilinn og hún má eiga það að hún kann að vekja á sér athygli, hvað sem öðrum kann að finnast um lafandi tungu hennar og kynferðislega tilburði á opinberum vettvangi. Sjálf lítur hún á Bangerz sem fyrstu „alvöru“ sólóplötuna sína, enda hefur hún núna sagt skilið við Hannah Montana-batteríið. Poppið er allsráðandi, þótt hip hop og sveitatónlist komi einnig við sögu. Tilurð sveitatónlistar á plötunni er síður en svo út úr kú því Cyrus er dóttir hins heimsfræga kántrítónlistarmanns Billy Ray Cyrus. Textarnir á Bangerz snúast að mestu um ást og rómantík og eru líkast til undir áhrifum frá sambandsslitum hennar og unnustans fyrrverandi, leikarans Liams Hemsworth. Gestasöngvarar á plötunni eru Britney Spears, Big Sean, French Montana, Future, Ludacris og Nelly. Smáskífulögin tvö hafa bæði notið hylli. We Can"t Stop komst í annað sæti bandaríska Billboard-listans og Wrecking Ball varð í framhaldinu fyrsta lag hennar til að ná toppsætinu. Samtals hafa níu lög með henni komst á topp tíu í Bandaríkjunum.
Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira