Lífið

Gísli Marteinn biður um aðstoð

Freyr Bjarnason skrifar
Gísli Marteinn Baldursson ásamt hundinum Tobba.
Gísli Marteinn Baldursson ásamt hundinum Tobba. fréttablaðið/anton
Gísli Marteinn Baldursson biður vini sína á Facebook um að hjálpa sér við að velja nafn á nýja sjónvarpsþáttinn sinn sem verður á dagskrá Sjónvarspins í vetur.

Hann leggur til tvö nöfn, annars vegar Vikan með Gísla Marteini og hins vegar Sunnudagsmorgunn með Gísla Marteini.

Vinir hans hafa sínar skoðanir og leggur rithöfundurinn Hallgrímur Helgason til nafnið Gíslataka á meðan Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon er hrifinn af Efstaleiti.

Sóleyju Tómasdóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, segist vera sama um nafnið en biður Gísla Martein vinsamlegast um að tala við konur í þættinum til jafns við karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.