Hryllingsmyndahátíð um Evrópu á hjólum Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2013 07:00 Sigurður Kjartan fór ásamt félögum sínum til Barselóna þar sem þeir sýndu í síðustu viku Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz í gömlu vöruhúsi þar í borg. Mynd/úr einkasafn „Þetta er hugmynd sem ég fékk þegar ég var að vinna með Garðari Stefánssyni á RIFF fyrir nokkrum árum. Hugmyndin var upprunalega að setja upp hryllingsmyndir í kirkjum. Þegar engin af kirkjunum á Íslandi var til í dans vatt hugmyndin einhvern veginn upp á sig, hópurinn stækkaði og konseptið víkkaði,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er einn hugmyndasmiðanna að baki hryllingsmyndahátíðar á hjólum sem nefnist Horror Bohemia. Sigurður bætir við að hugmyndin hafi verið lengi í farvatninu. „Maður verður bara að vera þolinmóður og leyfa hlutunum að þroskast í svona framkvæmdum,“ segir Sigurður. Ásamt honum koma að hátíðinni Sara Nassim Valadbeygi og Gunnar Atli Thoroddsen kvikmyndagerðarmenn, Róbert Garcia tökustaðastjóri, Gulli Már ljósmyndari og John Ingi Matta hljóðmaður. „Þannig að hugmyndin varð að því að setja upp hrylling, eða eitthvað ógnvekjandi, á stöðum sem hafa verið yfirgefnir; í fangelsum, geðspítölum eða kirkjum,“ segir Sigurður. Ætlunin var fyrst að hafa hátíðina á Íslandi og í Frakklandi. „Við fengum styrk fyrir því frá EUF og það er í raun túrinn sem við erum að fara núna, með Barselóna sem smá viðbót,“ segir Sigurður. Í síðustu viku sýndu þeir tvær hryllingsmyndir, Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz, í gömlu vöruhúsi í Barselóna. „Á sama tíma erum við í tökustaðaleit og að byggja upp tökustaðatengsl fyrir stærri hugmynd um Horror Bohemia-túrinn. Þar viljum við hafa fimmtán manna tökulið sem fer á túr, eins og hljómsveitir gera, og setur upp kvikmyndasýningu á hverjum yfirgefnum stað og á eftir fylgir tryllt partý,“ heldur Sigurður áfram. „Þá yrðu þetta þrír leikstjórar, mögulega einhverjir tónlistarmenn og starfsfólk sem fara á túr í tvær vikur, halda þessa kvikmyndahátíð á hjólum og við tökum upp heimildarmynd í leiðinni,“ segir Sigurður. „Hugmyndin er að gera þessa kvikmyndahátíð ólíka öðrum að því leytinu til að það á að vera upplifun að mæta á sýningar á óhefðbundnum stöðum sem eru þrungnir af sögu og gömlum minningum,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Þetta er hugmynd sem ég fékk þegar ég var að vinna með Garðari Stefánssyni á RIFF fyrir nokkrum árum. Hugmyndin var upprunalega að setja upp hryllingsmyndir í kirkjum. Þegar engin af kirkjunum á Íslandi var til í dans vatt hugmyndin einhvern veginn upp á sig, hópurinn stækkaði og konseptið víkkaði,“ segir Sigurður Kjartan Kristinsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er einn hugmyndasmiðanna að baki hryllingsmyndahátíðar á hjólum sem nefnist Horror Bohemia. Sigurður bætir við að hugmyndin hafi verið lengi í farvatninu. „Maður verður bara að vera þolinmóður og leyfa hlutunum að þroskast í svona framkvæmdum,“ segir Sigurður. Ásamt honum koma að hátíðinni Sara Nassim Valadbeygi og Gunnar Atli Thoroddsen kvikmyndagerðarmenn, Róbert Garcia tökustaðastjóri, Gulli Már ljósmyndari og John Ingi Matta hljóðmaður. „Þannig að hugmyndin varð að því að setja upp hrylling, eða eitthvað ógnvekjandi, á stöðum sem hafa verið yfirgefnir; í fangelsum, geðspítölum eða kirkjum,“ segir Sigurður. Ætlunin var fyrst að hafa hátíðina á Íslandi og í Frakklandi. „Við fengum styrk fyrir því frá EUF og það er í raun túrinn sem við erum að fara núna, með Barselóna sem smá viðbót,“ segir Sigurður. Í síðustu viku sýndu þeir tvær hryllingsmyndir, Harmsögu eftir Valdimar Jóhannsson og La Cara Oculta eftir hinn kólumbíska Andi Baiz, í gömlu vöruhúsi í Barselóna. „Á sama tíma erum við í tökustaðaleit og að byggja upp tökustaðatengsl fyrir stærri hugmynd um Horror Bohemia-túrinn. Þar viljum við hafa fimmtán manna tökulið sem fer á túr, eins og hljómsveitir gera, og setur upp kvikmyndasýningu á hverjum yfirgefnum stað og á eftir fylgir tryllt partý,“ heldur Sigurður áfram. „Þá yrðu þetta þrír leikstjórar, mögulega einhverjir tónlistarmenn og starfsfólk sem fara á túr í tvær vikur, halda þessa kvikmyndahátíð á hjólum og við tökum upp heimildarmynd í leiðinni,“ segir Sigurður. „Hugmyndin er að gera þessa kvikmyndahátíð ólíka öðrum að því leytinu til að það á að vera upplifun að mæta á sýningar á óhefðbundnum stöðum sem eru þrungnir af sögu og gömlum minningum,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira