Ekki of seint að slá blettinn Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. september 2013 11:00 Þuríður Backman þingmaður og formaður Garðyrkjufélags Íslands segir frá haustverkunum. Mynd/Gva Svo lengi sem við komumst út fyrir frosti og snjó er ekki of seint að undirbúa garðinn fyrir veturinn,“ segir Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður og formaður Garðyrkjufélags Íslands. Þuríður er einlæg áhugamanneskja um garðrækt og því fengum við hana til að gefa ráð um haustverkin í garðinum.Þuríður dreifir laufum í beðin á haustin þar sem þau verða að mold.„Á haustin er um að gera að koma sér upp safnkassa til moltugerðar, safna gróðurafgöngum, visnuðum plöntum, laufi og slíku en undirstaðan í garðrækt er góð gróðurmold. Ef enginn safnkassi er til staðar er hægt að safna gróðurafgöngum í haug eða grafa í smá holum í beðum. Það ætti að vera þumalfingursregla að nýta allt sem til fellur í garðinum aftur í garðinn, horfa á gróðurinn og moldina sem hringrás,“ segir Þuríður. „Haustið er einnig tíminn til að setja niður lauka og trjáplöntur í pottum, meðan frostlaust er, og ráð að nýta sér haustútsölurnar. Háar trjáplöntur sem plantað er á haustin þurfa stuðning og sumum plöntum þarf að skýla yfir veturinn, til dæmis með striga eða laufi úr garðinum. Vandasamara er að flytja eldri runna og tré til í garðinum, haustið getur verið góður tími til gróðursetningar hnausplantna, en það er rétt að leita ráða við gróðursetningu stærri trjáa og runna svo meiri líkur séu á að plantan vaxi við bestu skilyrði."Þuríður kurlar greinar og stráir yfir beðin að hausti."Ræktun og umhirða gróðurs er ólík eftir tegundum, þó eru ákveðin grunngildi sem lærast fljótt og því um að gera að fallast ekki hendur, hefja ræktun og fegrun umhverfisins, hvort heldur í eigin garði eða þar sem tækifæri bjóðast. Það er gott að læra af reynslunni en það er hægt að komast hjá mörgum áföllum í garðræktinni með því að leita sér þekkingar t.d. hjá fagmönnum eða reynsluboltum." Ætti að slá blettinn og klippa runna fyrir veturinn? „Ekki ætti að fara í formklippingu eða mikla grisjun á haustin en flesta runna má snyrta til allt árið. Síðla vetrar má svo klippa runna sem á að þétta alveg niður, grisja tré og runna og saga stærri greinar af trjám. Ef bletturinn fer kafloðinn inn í veturinn kemur sina í garðinn að vori. Það þarf þó að horfa til langtímaveðurspár áður en bletturinn er sleginn í síðasta sinn fyrir veturinn. Ef veturinn virðist ekki ætla að skella á þeim mun fyrr með frosthörkum og snjó ætti að slá grasið en þó ekki alveg niður í svörð.Þá finnst mér alltaf mjög gott að vinna mér í haginn fyrir næsta vor með því að hreinsa allan arfa og illgresi úr beðum á haustin, svo garðurinn fari tiltölulega hreinn undir veturinn. Mér finnst gott að strá trjákurli yfir beðin, það sparar bæði tíma og mikla vinnu að vori. Það er nefnilega mikilvægt að hafa meiri ánægju af garðinum en erfiði.“ Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Svo lengi sem við komumst út fyrir frosti og snjó er ekki of seint að undirbúa garðinn fyrir veturinn,“ segir Þuríður Backman, fyrrverandi alþingismaður og formaður Garðyrkjufélags Íslands. Þuríður er einlæg áhugamanneskja um garðrækt og því fengum við hana til að gefa ráð um haustverkin í garðinum.Þuríður dreifir laufum í beðin á haustin þar sem þau verða að mold.„Á haustin er um að gera að koma sér upp safnkassa til moltugerðar, safna gróðurafgöngum, visnuðum plöntum, laufi og slíku en undirstaðan í garðrækt er góð gróðurmold. Ef enginn safnkassi er til staðar er hægt að safna gróðurafgöngum í haug eða grafa í smá holum í beðum. Það ætti að vera þumalfingursregla að nýta allt sem til fellur í garðinum aftur í garðinn, horfa á gróðurinn og moldina sem hringrás,“ segir Þuríður. „Haustið er einnig tíminn til að setja niður lauka og trjáplöntur í pottum, meðan frostlaust er, og ráð að nýta sér haustútsölurnar. Háar trjáplöntur sem plantað er á haustin þurfa stuðning og sumum plöntum þarf að skýla yfir veturinn, til dæmis með striga eða laufi úr garðinum. Vandasamara er að flytja eldri runna og tré til í garðinum, haustið getur verið góður tími til gróðursetningar hnausplantna, en það er rétt að leita ráða við gróðursetningu stærri trjáa og runna svo meiri líkur séu á að plantan vaxi við bestu skilyrði."Þuríður kurlar greinar og stráir yfir beðin að hausti."Ræktun og umhirða gróðurs er ólík eftir tegundum, þó eru ákveðin grunngildi sem lærast fljótt og því um að gera að fallast ekki hendur, hefja ræktun og fegrun umhverfisins, hvort heldur í eigin garði eða þar sem tækifæri bjóðast. Það er gott að læra af reynslunni en það er hægt að komast hjá mörgum áföllum í garðræktinni með því að leita sér þekkingar t.d. hjá fagmönnum eða reynsluboltum." Ætti að slá blettinn og klippa runna fyrir veturinn? „Ekki ætti að fara í formklippingu eða mikla grisjun á haustin en flesta runna má snyrta til allt árið. Síðla vetrar má svo klippa runna sem á að þétta alveg niður, grisja tré og runna og saga stærri greinar af trjám. Ef bletturinn fer kafloðinn inn í veturinn kemur sina í garðinn að vori. Það þarf þó að horfa til langtímaveðurspár áður en bletturinn er sleginn í síðasta sinn fyrir veturinn. Ef veturinn virðist ekki ætla að skella á þeim mun fyrr með frosthörkum og snjó ætti að slá grasið en þó ekki alveg niður í svörð.Þá finnst mér alltaf mjög gott að vinna mér í haginn fyrir næsta vor með því að hreinsa allan arfa og illgresi úr beðum á haustin, svo garðurinn fari tiltölulega hreinn undir veturinn. Mér finnst gott að strá trjákurli yfir beðin, það sparar bæði tíma og mikla vinnu að vori. Það er nefnilega mikilvægt að hafa meiri ánægju af garðinum en erfiði.“
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög