Advania hefur gert samning við gagnaver Verne Global á Ásbrú um sölu og uppsetningu á svokölluðu tölvuskýi fyrir bandaríska áhættugreiningarfyrirtækið RMS.
RMS sérhæfir sig í greiningu óhefðbundinna áhættuþátta fjármálafyrirtækja eins og náttúruhamfara, smitsjúkdóma og hryðjuverka. RMS hefur um það bil 70 prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á því sviði.
Gagnaver Verne Global, sem staðsett er á gamla varnarliðssvæðinu á Ásbrú, mun sjá um hýsingu á tölvuskýinu.
Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania, segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir gagnaver á Íslandi en Advania hafi lengi barist fyrir slíkum iðnaði hér á landi.
„Þessi samningur er um það bil eins og hálfs milljarðs virði fyrir Advania, bara á þessu ári. Við vorum í harðri samkeppni við erlenda aðila um þennan samning. Þetta var því rosalegur sigur fyrir okkur,“ segir Eyjólfur
Milljarðasamningur Advania
Elimar Hauksson skrifar

Mest lesið






Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent

Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur
Viðskipti innlent

Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar
Viðskipti innlent

Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent

Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins
Viðskipti innlent