Erlendum eignum haldið í gíslingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. september 2013 07:00 Hver fer með samningsumboð ríkisins? Már Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Samsett Nauðasamningar þrotabúa Glitnis og Kaupþings, sem voru efnislega tilbúnir í nóvember 2012, eru takmarkaðir að því leytinu til að þeir ganga aðeins út frá því að erlendar eignir þrotabúanna verði greiddar út en krónueignir þeirra verði áfram á Íslandi. Þrotabúin óskuðu eftir undanþágu hjá Seðlabankanum í desember í fyrra vegna nauðasamninganna en engin afstaða var tekin til þeirra. Frá þeim tíma hefur lítið gerst í málinu og í reynd er staðan óbreytt. Seðlabankinn hefur eftirlit með fjármálastöðugleika og framkvæmd gjaldeyrishaftanna. Uppgjör þrotabúanna helst í hendur við afnám gjaldeyrishafta vegna krónueigna þessara búa sem eru hluti af hinni margumtöluðu „snjóhengju“. Þessar krónueignir námu 460 milljörðum króna í október 2012. Þá er það nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins en það var að nýta „svigrúm“ sem skapaðist við uppgjörið til að færa niður verðtryggð húsnæðislán heimilanna. Svigrúmið í sinni einföldustu mynd felst í því að skipta krónueignum þeirra með ríflegum afslætti hjá Seðlabankanum og nota mismuninn til að færa niður verðtryggð lán heimilanna. Fram hefur komið að útskipti krónueigna þessara þrotabúa geti ógnað fjármálastöðugleika og lífskjörum almennings. Ráðgjafi fyrirtækja sem eiga kröfur í þrotabú Glitnis og Kaupþings segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt sé að skilja að útgreiðsla og afhending erlendra eigna ógni fjármálastöðugleika á Íslandi þar sem ekki sé gert ráð fyrir því að neinum krónum verði skipt í erlenda mynt og því ætti útgreiðslan ekki að hafa bein áhrif á fjármálastöðugleika. Hins vegar hafi íslenska ríkið ekki viljað hleypa nauðasamningunum í gegn því með því sé það að veikja samningsstöðu sína. Lögmaður sem hefur veitt kröfuhöfum ráðgjöf tekur í sama streng. „Það er það sem íslenska ríkið er að gera. Það er að halda erlendu eignunum í gíslingu því íslenska ríkið veit að með því hefur það sterkari samningsstöðu. Það hlýtur hins vegar að orka mjög tvímælis í lagalegum skilningi.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Kjarnann í síðasta mánuði að kröfuhafarnir yrðu að sýna frumkvæði þegar lausn á málefnum þrotabúanna væri annars vegar. Slitastjórn Glitnis brást við þessu með bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra hinn 27. ágúst sl. en því hefur ekki verið svarað. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði að Seðlabankinn og ráðuneytin væru núna að stilla saman strengi um hvernig best væri að haga næstu skrefum í málinu. Eitt af því sem slitastjórnir bankanna vilja fá á hreint er við hvern þær eiga að semja til að ljúka uppgjörum þrotabúa bankanna. Seðlabankinn telur sig ekki hafa umboð til að semja og ríkisstjórnin hefur enga ákvörðun tekið í málinu. Verður Buchheit ráðinn?Lee BuchheitBjarni Benediktsson átti fund með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit í fjármálaráðuneytinu í júní síðastliðnum til að ræða mögulega aðkomu Buchheits að viðræðum íslenskra stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna. Fundurinn var óformlegur og ekki var gengið frá neinni ráðningu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þó ekki verið útilokað að erlendur sérfræðingur verði ráðinn til að koma að þessum viðræðum. Vita ekki hver fer með samningsumboðSteinunn GuðbjartsdóttirFréttablaðið/GVA„Við sendum þetta bréf í kjölfar þess að stjórnvöld sögðu að beðið væri eftir tillögum sem gætu orðið til þess að ljúka þessu. Við erum búin að vinna heilmikla vinnu hjá okkur við að greina mögulegar lausnir. Bréfið gengur út á það að við séum tilbúin til viðræðna en við viljum hafa viðsemjanda. Við erum að leggja áherslu á að það sé eitthvað ferli og viðmælandi sem hefur skýrt umboð,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, um bréf sem slitastjórnin sendi forsætis- og fjármálaráðuneyti og Seðlabankanum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Nauðasamningar þrotabúa Glitnis og Kaupþings, sem voru efnislega tilbúnir í nóvember 2012, eru takmarkaðir að því leytinu til að þeir ganga aðeins út frá því að erlendar eignir þrotabúanna verði greiddar út en krónueignir þeirra verði áfram á Íslandi. Þrotabúin óskuðu eftir undanþágu hjá Seðlabankanum í desember í fyrra vegna nauðasamninganna en engin afstaða var tekin til þeirra. Frá þeim tíma hefur lítið gerst í málinu og í reynd er staðan óbreytt. Seðlabankinn hefur eftirlit með fjármálastöðugleika og framkvæmd gjaldeyrishaftanna. Uppgjör þrotabúanna helst í hendur við afnám gjaldeyrishafta vegna krónueigna þessara búa sem eru hluti af hinni margumtöluðu „snjóhengju“. Þessar krónueignir námu 460 milljörðum króna í október 2012. Þá er það nátengt stærsta kosningaloforði Framsóknarflokksins en það var að nýta „svigrúm“ sem skapaðist við uppgjörið til að færa niður verðtryggð húsnæðislán heimilanna. Svigrúmið í sinni einföldustu mynd felst í því að skipta krónueignum þeirra með ríflegum afslætti hjá Seðlabankanum og nota mismuninn til að færa niður verðtryggð lán heimilanna. Fram hefur komið að útskipti krónueigna þessara þrotabúa geti ógnað fjármálastöðugleika og lífskjörum almennings. Ráðgjafi fyrirtækja sem eiga kröfur í þrotabú Glitnis og Kaupþings segir í samtali við Fréttablaðið að erfitt sé að skilja að útgreiðsla og afhending erlendra eigna ógni fjármálastöðugleika á Íslandi þar sem ekki sé gert ráð fyrir því að neinum krónum verði skipt í erlenda mynt og því ætti útgreiðslan ekki að hafa bein áhrif á fjármálastöðugleika. Hins vegar hafi íslenska ríkið ekki viljað hleypa nauðasamningunum í gegn því með því sé það að veikja samningsstöðu sína. Lögmaður sem hefur veitt kröfuhöfum ráðgjöf tekur í sama streng. „Það er það sem íslenska ríkið er að gera. Það er að halda erlendu eignunum í gíslingu því íslenska ríkið veit að með því hefur það sterkari samningsstöðu. Það hlýtur hins vegar að orka mjög tvímælis í lagalegum skilningi.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Kjarnann í síðasta mánuði að kröfuhafarnir yrðu að sýna frumkvæði þegar lausn á málefnum þrotabúanna væri annars vegar. Slitastjórn Glitnis brást við þessu með bréfi til forsætisráðherra, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra hinn 27. ágúst sl. en því hefur ekki verið svarað. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra, sagði að Seðlabankinn og ráðuneytin væru núna að stilla saman strengi um hvernig best væri að haga næstu skrefum í málinu. Eitt af því sem slitastjórnir bankanna vilja fá á hreint er við hvern þær eiga að semja til að ljúka uppgjörum þrotabúa bankanna. Seðlabankinn telur sig ekki hafa umboð til að semja og ríkisstjórnin hefur enga ákvörðun tekið í málinu. Verður Buchheit ráðinn?Lee BuchheitBjarni Benediktsson átti fund með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit í fjármálaráðuneytinu í júní síðastliðnum til að ræða mögulega aðkomu Buchheits að viðræðum íslenskra stjórnvalda við kröfuhafa föllnu bankanna. Fundurinn var óformlegur og ekki var gengið frá neinni ráðningu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þó ekki verið útilokað að erlendur sérfræðingur verði ráðinn til að koma að þessum viðræðum. Vita ekki hver fer með samningsumboðSteinunn GuðbjartsdóttirFréttablaðið/GVA„Við sendum þetta bréf í kjölfar þess að stjórnvöld sögðu að beðið væri eftir tillögum sem gætu orðið til þess að ljúka þessu. Við erum búin að vinna heilmikla vinnu hjá okkur við að greina mögulegar lausnir. Bréfið gengur út á það að við séum tilbúin til viðræðna en við viljum hafa viðsemjanda. Við erum að leggja áherslu á að það sé eitthvað ferli og viðmælandi sem hefur skýrt umboð,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, um bréf sem slitastjórnin sendi forsætis- og fjármálaráðuneyti og Seðlabankanum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira