Lífið

Mjög skrítið að spila án Rúna Júl

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Gunnar Þórðarson kemur fram með Hljómum á tónleikunum.
Gunnar Þórðarson kemur fram með Hljómum á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á fimmtíu ára afmælistónleikum Hljóma í Hörpu 5. október koma Hljómar saman í fyrsta skipti eftir að Rúnar Júlíusson féll frá. „Rúnar var svo stór partur af hljómsveitinni, þetta á eftir að vera mjög skrítið og erfitt,“ segir Gunnar Þórðarson, tónskáld og meðlimur Hljóma, um fyrstu tónleikana án Rúnars. „Þetta verður líklega í síðasta skiptið sem við komum saman.“



Hljómar frá Keflavík eru ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar. Fimmta október verða liðin nákvæmlega fimmtíu ár síðan þeir stigu fyrst á svið. Það var í samkomuhúsinu Krossinn í Njarðvík 1963. „Ég man lítið eftir fyrstu tónleikunum en Ólafur, maðurinn sem sá um samkomuhúsið lánaði okkur fyrir hljóðfærunum og við spiluðum upp í þau,“ segir Gunnar.



Meðlimir Hljóma munu spila nokkur lög á tónleikunum í Eldborgarsal Hörpu en Júlíus Freyr Guðmundsson, sonur Rúnars, mun einnig koma fram með þeim. Viðburðafyrirtækið Dægurflugan stendur á bak við tónleikana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.