Viðskipti innlent

Sameinað undir einu merki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Jón Ágúst Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Skaftfells og
Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, handsala samning um kaup Öryggismiðstöðvarinnar á Skaftfelli.
Jón Ágúst Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Skaftfells og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, handsala samning um kaup Öryggismiðstöðvarinnar á Skaftfelli.
Öryggismiðstöðin hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Skaftfelli.

Fram kemur í tilkynningu um viðskiptin að Skaftfell verði sameinað Öryggismiðstöðinni undir merkum Öryggismiðstöðvarinnar.

„Skaftfell er elsta starfandi öryggisfyrirtæki landsins en það var stofnað árið 1968,“ segir í tilkynningunni.

„Starfsmönnum Skaftfells hefur verið boðin áframhaldandi störf í kjölfar samrunans.“

Með kaupunum verður Öryggismiðstöðin umboðsaðili fyrir brunaviðvörunar-, slökkvi- og aðgangskerfi frá Siemens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×