Sif Cosmetics sækir á markaði í Suður-Afríku Lovísa Eiríksdóttir skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Jón Björnsson er nýr forstjóri ORF Líftækni, sem er móðurfélag Sif Cosmetics. Mynd/Stefán Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar. Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Íslenska líftæknifyrirtækið Sif Cosmetics, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni, hefur gengið frá samningum við snyrtivörukeðjuna Imbalie Beauty Inc, sem er ein stærsta keðja sinnar tegundar í Suður-Afríku. Samningurinn hljóðar upp á sölu og dreifingu á BIOEFFECT-húðvörum frá fyrirtækinu og eru vörurnar nú fáanlegar á um hundrað stöðum þar í landi. Fyrir eru húðvörur frá Sif Cosmetics seldar í yfir 400 verslunum um allan heim, og þá helst í Evrópu og Asíu. „Salan hefur gengið vonum framar allt frá því að vörurnar voru fyrst kynntar í vor. Þessi markaður skiptir okkur mjög miklu máli því þarna erum við að fara inn í hundrað búðir á einu bretti,“ segir Jón Björnsson, nýr forstjóri ORF Líftækni, en Jón tók til starfa nú í sumar. BIOEFFECT-húðvörurnar innihalda svokallaðan EGF-frumuvaka, sem á að hraða á endurnýjun húðarinnar, en að baki liggja áratuga rannsóknir ORF Líftækni á líffræði húðarinnar. „Fyrirtækið hefur verið að selja vörur sínar erlendis síðan árið 2011 og eru þær nú að slá í gegn í Suður-Afríku,“ segir Jón og bætir við að vörurnar séu sérstaklega vinsælar í heilsulindum og á snyrtistofum. „Heilsulindir eru mjög víða í Suður-Afríku og hafði fyrirtækið samband við okkur að fyrra bragði eftir að hafa kynnst vörunum í London.“ Jón segir að vörurnar hafi vakið gríðarlega athygli erlendis sem að útskýri aukin umsvif. „Það er mikil viðurkenning fyrir félagið að komast inn í nýja heimsálfu og inn á nýjan markað og þessi samningur gefur vísbendingu um að það leynist mjög góðir markaðir annars staðar í heiminum, þó að þeir liggi langt í burtu.“ Að sögn Jóns hefur fyrirtækið haft það að leiðarljósi að reyna að finna landsvæði þar sem vitað er að snyrtivörumarkaðurinn er vaxandi. BIOEFFECT-húðvörurnar eru alfarið framleiddar og fluttar út frá Íslandi. „Eitt af sérkennum vörunnar er að hún er framleidd að öllu leyti hér á landi og þar með helst virðisaukinn allur innanlands. Einnig er mikil áhersla lögð á íslenskan uppruna varanna,“ segir Jón og bætir við að framtíðarsýn fyrirtækisins sé að auka útflutning félagsins enn frekar.
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent