Lánshæfi Landsvirkjunar veikist Lovísa Eiríksdóttir skrifar 30. júlí 2013 13:00 Þó skuldastaða Landsvirkjunar hafi batnað þá veikist lánshæfi þeirra í takt við neikvæðara lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor"s hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir breytinguna mega rekja til breytingu á horfum á lánshæfi Ríkissjóðs Ísland, sem átti sér stað þann þann 26. júlí síðastliðinn, en allar skuldir Landsvirkjunar eru með ríkisábyrgð. Rafnar Lárusson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, segir breytinguna hafa takmörkuð áhrif á fyrirtækið að svo stöddu. „Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á lánshæfiseinkunn á endanum og er Landsvirkjun ekki að sækja sér mikið fé eins og er,“ segir Rafnar en bætir við að auðvitað sé aldrei gott þegar horfur breytast og lánshæfi veikist. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að lækka skuldir sínar og takmarka útgjöld. Í kjölfarið hefur efnahagsleg staða félagsins batnað sem hefur jákvæð áhrif á grunnlánshæfi Landsvirkjunar. „Efnahagsleg staða Landsvirkjunar hefur áhrif á grunnlánshæfiseinkunn félagsins, en það er enn vegur að fara áður en staðan verður góð. Ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins hækkar því endanlegt lánshæfismat. Áhrif ríkissjóðs á Landsvirkjun er því frekar til þess að hífa einkunn fyrirtækisins upp, þó að nú hafi horfur versnað með versnandi horfum ríkissjóðs.“Í nýrri skýrslu frá matsfyrirtækinu Standard and Poor´s kemur fram að lánshæfismat Íslands sé breytt úr stöðugum horfunum í neikvæðar, en lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er einungis einum flokki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk. Helstu rök matsfyrirtækisins á þessum breytingum eru fyrirhugaðar niðurfærslur ríksstjórnarinnar á skuldum heimilanna sem eigi eftir að leiða til verri afkomu ríkissjóðs. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard and Poor"s hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir breytinguna mega rekja til breytingu á horfum á lánshæfi Ríkissjóðs Ísland, sem átti sér stað þann þann 26. júlí síðastliðinn, en allar skuldir Landsvirkjunar eru með ríkisábyrgð. Rafnar Lárusson, fjármálastjóri Landsvirkjunar, segir breytinguna hafa takmörkuð áhrif á fyrirtækið að svo stöddu. „Enn á eftir að koma í ljós hvaða áhrif þetta hefur á lánshæfiseinkunn á endanum og er Landsvirkjun ekki að sækja sér mikið fé eins og er,“ segir Rafnar en bætir við að auðvitað sé aldrei gott þegar horfur breytast og lánshæfi veikist. Landsvirkjun hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að lækka skuldir sínar og takmarka útgjöld. Í kjölfarið hefur efnahagsleg staða félagsins batnað sem hefur jákvæð áhrif á grunnlánshæfi Landsvirkjunar. „Efnahagsleg staða Landsvirkjunar hefur áhrif á grunnlánshæfiseinkunn félagsins, en það er enn vegur að fara áður en staðan verður góð. Ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins hækkar því endanlegt lánshæfismat. Áhrif ríkissjóðs á Landsvirkjun er því frekar til þess að hífa einkunn fyrirtækisins upp, þó að nú hafi horfur versnað með versnandi horfum ríkissjóðs.“Í nýrri skýrslu frá matsfyrirtækinu Standard and Poor´s kemur fram að lánshæfismat Íslands sé breytt úr stöðugum horfunum í neikvæðar, en lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er einungis einum flokki fyrir ofan svokallaðan ruslflokk. Helstu rök matsfyrirtækisins á þessum breytingum eru fyrirhugaðar niðurfærslur ríksstjórnarinnar á skuldum heimilanna sem eigi eftir að leiða til verri afkomu ríkissjóðs.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira