Viðskipti innlent

Vilja stuðla að aukinni umræðu um viðskiptasiðfræði

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Stjórn Siðvís. F.v. Vilhjálmur Jens Árnason ráðgjafi, Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, Ásthildur Otharsdóttir ráðgjafi, Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Stjórn Siðvís. F.v. Vilhjálmur Jens Árnason ráðgjafi, Steinunn Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, Ásthildur Otharsdóttir ráðgjafi, Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við HÍ, Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, og Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Siðvís er ný rannsóknarmiðstöð um viðskiptasiðfræði sem stofnuð var á dögunum. Starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar fellur undir ábyrgð stjórnar og er Elmar Hallgríms, lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, stjórnarformaður hennar.

Elmar segir að mikilvægt sé að auka vægi siðferðilegrar nálgunar í viðskiptum og stuðla að frekari rannsóknarvirkni á sviði viðskiptasiðfræði.

Miðstöðin er starfrækt í samstarfi við Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands og segir Elmar miðstöðina vera afar mikilvæga fyrir skólann vegna þess að með henni er verið að skapa vettvang fyrir rannsóknir á sviði viðskiptasiðfræði á ólíkum fræðisviðum.

Rannsóknarmiðstöðin leggur einnig áherslu á að tengjast atvinnulífinu, bæði með aðkomu stjórnar af mismunandi sviðum atvinnulífsins og með því að koma með hagnýtar afurðir sem hægt er að nýta með beinum hætti í atvinnulífinu.

Elmar telur að traust og trúverðugleiki sé lykilatriði í rekstri fyrirtækja og að aukin vitund stjórnenda um mikilvægi siðferðilegrar hugsunar í ákvarðanatöku stuðli að slíku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×