Beðið aðgerða áður en eignir eru seldar Óli Kristján Ármannsson skrifar skrifar 7. júní 2013 07:00 Í nýrri úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að lítil merki séu um að breytinga sé að vænta á fasteignamarkaði. Miklar sveiflur séu í sölu fasteigna, en frá áramótum sé lítil breyting frá því í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Óhætt er að skipta um húsnæði og gera upp lán án þess að nokkur réttur tapist komi til endurskoðunar eða leiðréttingar á verðtryggðum lánum. Þetta segir Kristján Baldursson, lögmaður og eigandi fasteignasölunnar Trausta. Ládeyðu á fasteignamarkaði segir Kristján að stórum hluta megi rekja til þess að fólk haldi að sér höndum vegna óvissu um væntanlegar leiðréttingaraðgerðir nýrrar ríkisstjórnar. „Markaðurinn er náttúrlega ekki djúpfrystur eins og hann var eftir hrunið,“ segir Kristján, en bætir um leið við að hann sé mikið spurður út í mögulegar leiðréttingaraðgerðir og áhrif þeirra. „Fólk er að spá í hvort það eigi að setja eign í sölu eða hvort það eigi að bíða. Og þeir heyrir maður þetta gjarnan: Ég ætla að bíða og sjá hvað Sigmundur Davíð ætlar að gera við lánin.“ Fólk segist þá gjarnan ætla að bíða fram á næsta haust, eða vetur. „Það er bara staðreynd að þetta stoppar mjög marga, sem af einhverjum ástæðum þurfa að skipta um húsnæði, í því að setja á sölu og kaupa sér nýtt.“ Kristján segir hins vegar að fólk eigi óhrætt að geta selt og keypt fasteignir án þess að tapa á því nokkrum rétti.Í grein sem hann skrifar og birtist á Vísi í dag bendir Kristján á að ákvæði í 18. grein laga um vexti og verðtryggingu tryggi að leiðrétting eigi að lenda á réttum stað. „Komi til leiðréttingar er varðar upphæð höfuðstóls, eða greiðsluleiðréttingar fyrir tímabilið fyrir skuldaraskipti, kæmi leiðréttingin alltaf í hlut þess aðila er var skráður skuldari á þeim tíma,“ segir Kristján. Yrði farin önnur leið en að verðtryggð lán væru dæmd ólögmæt, þá þyrfti að setja sérlög um framkvæmd leiðréttingar. „Þá mætti með lögjöfnun beita lagareglunni í lögum um vexti og verðtryggingu um þá framkvæmd.“ Í grein sinni kallar Kristján þó líka eftir að stjórnvöld kynni landsmönnum betur réttarstöðu sína til þess að forða því að fasteignamarkaður lendi aftur í frosti. Í úttekt sem hagfræðideild Landsbankans birti um fasteignamarkaðinn í gær segir að lítil merki séu um breytingar á honum á næstunni. Frá áramótum hafi að meðaltali verið seldar 106 eignir á viku, lítillega meira en á sama tíma þegar seldar voru 102 eignir. Veltan á fasteignamarkaði sé hins vegar mjög sveiflukennd þar skiptist á góðar vikur og slæmar. „Í góðum vikum koma fréttir um mikið fjör á markaðnum, en sveiflur eru miklar og minna látið af lítilli veltu,“ segir í umfjölluninni. Tengdar fréttir Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Óhætt er að skipta um húsnæði og gera upp lán án þess að nokkur réttur tapist komi til endurskoðunar eða leiðréttingar á verðtryggðum lánum. Þetta segir Kristján Baldursson, lögmaður og eigandi fasteignasölunnar Trausta. Ládeyðu á fasteignamarkaði segir Kristján að stórum hluta megi rekja til þess að fólk haldi að sér höndum vegna óvissu um væntanlegar leiðréttingaraðgerðir nýrrar ríkisstjórnar. „Markaðurinn er náttúrlega ekki djúpfrystur eins og hann var eftir hrunið,“ segir Kristján, en bætir um leið við að hann sé mikið spurður út í mögulegar leiðréttingaraðgerðir og áhrif þeirra. „Fólk er að spá í hvort það eigi að setja eign í sölu eða hvort það eigi að bíða. Og þeir heyrir maður þetta gjarnan: Ég ætla að bíða og sjá hvað Sigmundur Davíð ætlar að gera við lánin.“ Fólk segist þá gjarnan ætla að bíða fram á næsta haust, eða vetur. „Það er bara staðreynd að þetta stoppar mjög marga, sem af einhverjum ástæðum þurfa að skipta um húsnæði, í því að setja á sölu og kaupa sér nýtt.“ Kristján segir hins vegar að fólk eigi óhrætt að geta selt og keypt fasteignir án þess að tapa á því nokkrum rétti.Í grein sem hann skrifar og birtist á Vísi í dag bendir Kristján á að ákvæði í 18. grein laga um vexti og verðtryggingu tryggi að leiðrétting eigi að lenda á réttum stað. „Komi til leiðréttingar er varðar upphæð höfuðstóls, eða greiðsluleiðréttingar fyrir tímabilið fyrir skuldaraskipti, kæmi leiðréttingin alltaf í hlut þess aðila er var skráður skuldari á þeim tíma,“ segir Kristján. Yrði farin önnur leið en að verðtryggð lán væru dæmd ólögmæt, þá þyrfti að setja sérlög um framkvæmd leiðréttingar. „Þá mætti með lögjöfnun beita lagareglunni í lögum um vexti og verðtryggingu um þá framkvæmd.“ Í grein sinni kallar Kristján þó líka eftir að stjórnvöld kynni landsmönnum betur réttarstöðu sína til þess að forða því að fasteignamarkaður lendi aftur í frosti. Í úttekt sem hagfræðideild Landsbankans birti um fasteignamarkaðinn í gær segir að lítil merki séu um breytingar á honum á næstunni. Frá áramótum hafi að meðaltali verið seldar 106 eignir á viku, lítillega meira en á sama tíma þegar seldar voru 102 eignir. Veltan á fasteignamarkaði sé hins vegar mjög sveiflukennd þar skiptist á góðar vikur og slæmar. „Í góðum vikum koma fréttir um mikið fjör á markaðnum, en sveiflur eru miklar og minna látið af lítilli veltu,“ segir í umfjölluninni.
Tengdar fréttir Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44 Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44