Tækifæri til dýpra samstarfs ríkjanna Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 15. maí 2013 07:00 „Fyrst og fremst er markmiðið að huga að hagsmunum heimskautaríkjanna. Ég held að það séu mikil tækifæri fyrir hendi,“ segir Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandarísk stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag stefnumörkun sína í málefnum norðurslóða. „Við höfum farið yfir forgangsmálin og ákváðum að setja þrennt í forgang; öryggismál, umhverfismál og aukna samvinnu á svæðinu. Í hnotskurn erum við að finna það sem verður mikilvægast á næstu tíu árum og við munum vinna að. Nú höfum við grunninn en nákvæm atriði verða útfærð á næstu mánuðum. Hugmyndin er að nákvæm stefna verði tilbúin í sumar,“ segir Arreaga. Getum unnið saman Hann segist telja að á ýmsum sviðum í málefnum norðurslóða muni Bandaríkjamenn og Íslendingar geta unnið saman. „Við erum nú þegar í mikilli samvinnu. Þar má nefna Norðurskautsráðið, þar sem Ísland og Bandaríkin hafa verið bandamenn í fjölda ára. Ríkin hafa lengi átt í nánu samstarfi og ég held að norðurskautið gefi okkur gott tækifæri til að dýpka þetta samstarf. Þetta á við í öllu tilliti, hvort sem það er samstarf í vísindum, í friðarmálum og stöðugleika eða í alþjóðlegri samvinnu, ríkin hafa alltaf unnið náið saman.“ Arreaga segir mikla samvinnu nú þegar í gangi, meðal annars vinnu við áætlun um staðsetningarkerfi fyrir skip og flugvélar, sem eigi að geta nýst öllum heimskautaríkjum. „Það er líka lítt þekkt staðreynd til dæmis að bandaríski vísindasjóðurinn hefur varið yfir 800 milljónum hér síðustu tvo áratugi.“Ekki meiri hernaðarumsvif Meðal þess sem Bandaríkjamenn setja í forgang í stefnu sinni eru öryggismál á norðurslóðum. Í stefnunni kemur fram að auðvelda eigi bæði skipum og flugvélum hersins að fara um svæðið. Arreaga segist ekki telja að bandaríski herinn muni auka umsvif sín á Íslandi af þessum sökum, nema í öryggismálum, gæslu og björgun, málum sem ekki tengjast hernaði beint. Öryggismálin séu sett á oddinn. „Fyrsta formlega samkomulagið í heimskautaráðinu var um þessi mál og þetta er svið sem ríkin tvö hafa unnið saman við áður. Þegar bandaríski herinn var með herstöð hér unnu okkar menn náið með Íslendingum í björgunarmálum. Íslendingar hafa lýst yfir áhuga á að koma upp einhvers konar öryggismiðstöð, það er enn verið að vinna að þeim málum,“ segir Arreaga og leggur áherslu á að ekki verði hernaðarumsvif. „Heimskautaráðið hefur passað upp á að viðhalda friði og stöðugleika.“Hafa ekki tekið afstöðu til Kína Nokkur ríki hafa lýst yfir áhuga á því að fá áheyrnaraðild að heimskautaráðinu. Þeirra á meðal er Kína. „Bandaríkin hafa hugsað mikið um þessar umsóknir og við erum tilbúin til að ræða þessi mál en við höfum ekki tekið neina afstöðu. Við viljum byrja á að setjast niður með samstarfsríkjum okkar í ráðinu,“ segir Arreaga um málið. Sendiherrann segist mjög ánægður með að stefnan sé komin fram. „Kollegar okkar á Norðurlöndunum og ekki síst Íslandi hafa sagt okkur að við höfum ekki veitt norðurskautinu nægilega athygli. Ég held að þetta sé ekki að við höfum ekki veitt þessu athygli en við höfðum ekki sest niður og rætt hvar við stöndum í þessum málum. Það er það sem hefur verið gert á undanförnum mánuðum.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
„Fyrst og fremst er markmiðið að huga að hagsmunum heimskautaríkjanna. Ég held að það séu mikil tækifæri fyrir hendi,“ segir Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Bandarísk stjórnvöld kynntu síðastliðinn föstudag stefnumörkun sína í málefnum norðurslóða. „Við höfum farið yfir forgangsmálin og ákváðum að setja þrennt í forgang; öryggismál, umhverfismál og aukna samvinnu á svæðinu. Í hnotskurn erum við að finna það sem verður mikilvægast á næstu tíu árum og við munum vinna að. Nú höfum við grunninn en nákvæm atriði verða útfærð á næstu mánuðum. Hugmyndin er að nákvæm stefna verði tilbúin í sumar,“ segir Arreaga. Getum unnið saman Hann segist telja að á ýmsum sviðum í málefnum norðurslóða muni Bandaríkjamenn og Íslendingar geta unnið saman. „Við erum nú þegar í mikilli samvinnu. Þar má nefna Norðurskautsráðið, þar sem Ísland og Bandaríkin hafa verið bandamenn í fjölda ára. Ríkin hafa lengi átt í nánu samstarfi og ég held að norðurskautið gefi okkur gott tækifæri til að dýpka þetta samstarf. Þetta á við í öllu tilliti, hvort sem það er samstarf í vísindum, í friðarmálum og stöðugleika eða í alþjóðlegri samvinnu, ríkin hafa alltaf unnið náið saman.“ Arreaga segir mikla samvinnu nú þegar í gangi, meðal annars vinnu við áætlun um staðsetningarkerfi fyrir skip og flugvélar, sem eigi að geta nýst öllum heimskautaríkjum. „Það er líka lítt þekkt staðreynd til dæmis að bandaríski vísindasjóðurinn hefur varið yfir 800 milljónum hér síðustu tvo áratugi.“Ekki meiri hernaðarumsvif Meðal þess sem Bandaríkjamenn setja í forgang í stefnu sinni eru öryggismál á norðurslóðum. Í stefnunni kemur fram að auðvelda eigi bæði skipum og flugvélum hersins að fara um svæðið. Arreaga segist ekki telja að bandaríski herinn muni auka umsvif sín á Íslandi af þessum sökum, nema í öryggismálum, gæslu og björgun, málum sem ekki tengjast hernaði beint. Öryggismálin séu sett á oddinn. „Fyrsta formlega samkomulagið í heimskautaráðinu var um þessi mál og þetta er svið sem ríkin tvö hafa unnið saman við áður. Þegar bandaríski herinn var með herstöð hér unnu okkar menn náið með Íslendingum í björgunarmálum. Íslendingar hafa lýst yfir áhuga á að koma upp einhvers konar öryggismiðstöð, það er enn verið að vinna að þeim málum,“ segir Arreaga og leggur áherslu á að ekki verði hernaðarumsvif. „Heimskautaráðið hefur passað upp á að viðhalda friði og stöðugleika.“Hafa ekki tekið afstöðu til Kína Nokkur ríki hafa lýst yfir áhuga á því að fá áheyrnaraðild að heimskautaráðinu. Þeirra á meðal er Kína. „Bandaríkin hafa hugsað mikið um þessar umsóknir og við erum tilbúin til að ræða þessi mál en við höfum ekki tekið neina afstöðu. Við viljum byrja á að setjast niður með samstarfsríkjum okkar í ráðinu,“ segir Arreaga um málið. Sendiherrann segist mjög ánægður með að stefnan sé komin fram. „Kollegar okkar á Norðurlöndunum og ekki síst Íslandi hafa sagt okkur að við höfum ekki veitt norðurskautinu nægilega athygli. Ég held að þetta sé ekki að við höfum ekki veitt þessu athygli en við höfðum ekki sest niður og rætt hvar við stöndum í þessum málum. Það er það sem hefur verið gert á undanförnum mánuðum.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira