Eigendur fyrirtækisins Snapchat höfnuðu nýlega að minnsta kosti þriggja milljarða dala tilboði frá samskiptasíðunni Facebook. Upphæðin jafngildir um 360 milljörðum króna. Þetta kemur fram á vefsíðu Wall Street Journal.
Fleiri fjárfestar munu vilja gera tilboð í fyrirtækið en Evan Spiegel, 23 ára forstjóri og annars stofnenda Snapchat vill líklegast ekki skoða nein tilboð fyrr en snemma á næsta ári.
Spiegel er sagður vonast til að notendum forritsins muni fjölga nægilega til að enn hærri tilboð berist.
Snapchat hafnaði yfirtökutilboði frá Facebook
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið


Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent
