Lög binda hendur Bankasýslu ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2013 12:00 Landsbankinn Afskipti Bankasýslu ríkisins síðustu mánuði drógu úr skilvirkni bankaráðs Landsbankans, samkvæmt því sem fráfarandi formaður bankaráðsins hélt fram í ræðu sinni á nýafstöðnum aðalfundi Landsbankans. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, segist ekki átta sig á því til hvers sé verið að vísa. „Hjá fyrrum bankaráðsformanni kemur fram almenn gagnrýni sem ég get ekki svarað þar sem hann nefnir engin sérstök tilvik,“ segir hann. Jón Gunnar bendir á að lög um hlutafélög og fjármálafyrirtæki setji skýr ábyrgðarskil milli hlutverka stjórna, framkvæmdastjóra og eigenda fyrirtækja um leið og þeim séu mörkuð ákveðin réttindi. „Og ég veit ekki til annars en að bæði Bankasýslan og Landsbankinn hafi farið að lögum í störfum sínum.“ Gunnar Helgi Hálfdanarson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, sagði fráfarandi bankaráði hafa þótt sem Bankasýslan færi inn á valdsvið þess þegar líða tók á síðasta starfsár bankans. Varaði hann við því að mál fengju að þróast aftur „með gamalkunnum hætti“ þar sem vald og ábyrgð bankaráðsins yrðu smám saman viðskila. Ljóst væri að ríkið yrði líklega um langa framtíð stór eigandi í Landsbankanum. „Í því sambandi er rétt að minna á það sem lagt var upp með við stofnun Bankasýslunnar og mótun eigendastefnunnar að þótt ríkið yrði stór eigandi ættu að gilda sömu reglur og sjónarmið og gilda um fjármálafyrirtæki í einkaeigu og þannig beri að virða stjórnkerfi bankans,“ segir í ræðu Gunnars Helga. Jón Gunnar bendir hins vegar á að sérstök lög gildi um Bankasýslu ríkisins, ólíkt öðrum hluthöfum í fjármálafyrirtækjum. „Og okkur ber samkvæmt þeim að fara með eignarhluti ríkisins í samræmi við góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins. Þar á meðal er að gæta jafnræðis í samskiptum okkar við fjármálafyrirtæki sem við förum með eignarhlut í og tryggja að jafnræði sé á milli hluthafa. Við förum í einu og öllu eftir þessum lögum,“ segir hann. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Afskipti Bankasýslu ríkisins síðustu mánuði drógu úr skilvirkni bankaráðs Landsbankans, samkvæmt því sem fráfarandi formaður bankaráðsins hélt fram í ræðu sinni á nýafstöðnum aðalfundi Landsbankans. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, segist ekki átta sig á því til hvers sé verið að vísa. „Hjá fyrrum bankaráðsformanni kemur fram almenn gagnrýni sem ég get ekki svarað þar sem hann nefnir engin sérstök tilvik,“ segir hann. Jón Gunnar bendir á að lög um hlutafélög og fjármálafyrirtæki setji skýr ábyrgðarskil milli hlutverka stjórna, framkvæmdastjóra og eigenda fyrirtækja um leið og þeim séu mörkuð ákveðin réttindi. „Og ég veit ekki til annars en að bæði Bankasýslan og Landsbankinn hafi farið að lögum í störfum sínum.“ Gunnar Helgi Hálfdanarson, fráfarandi formaður bankaráðs Landsbankans, sagði fráfarandi bankaráði hafa þótt sem Bankasýslan færi inn á valdsvið þess þegar líða tók á síðasta starfsár bankans. Varaði hann við því að mál fengju að þróast aftur „með gamalkunnum hætti“ þar sem vald og ábyrgð bankaráðsins yrðu smám saman viðskila. Ljóst væri að ríkið yrði líklega um langa framtíð stór eigandi í Landsbankanum. „Í því sambandi er rétt að minna á það sem lagt var upp með við stofnun Bankasýslunnar og mótun eigendastefnunnar að þótt ríkið yrði stór eigandi ættu að gilda sömu reglur og sjónarmið og gilda um fjármálafyrirtæki í einkaeigu og þannig beri að virða stjórnkerfi bankans,“ segir í ræðu Gunnars Helga. Jón Gunnar bendir hins vegar á að sérstök lög gildi um Bankasýslu ríkisins, ólíkt öðrum hluthöfum í fjármálafyrirtækjum. „Og okkur ber samkvæmt þeim að fara með eignarhluti ríkisins í samræmi við góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins. Þar á meðal er að gæta jafnræðis í samskiptum okkar við fjármálafyrirtæki sem við förum með eignarhlut í og tryggja að jafnræði sé á milli hluthafa. Við förum í einu og öllu eftir þessum lögum,“ segir hann.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira