Viðskipti innlent

LSR með 9,1% raunávöxtun

Ávöxtun hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) var með besta móti í fyrra. Nafnávöxtun var 14,2 prósent. Að teknu tilliti til verðbólgu var ávöxtunin 9,1 prósent sem er umtalsvert yfir 3,5 prósenta ávöxtunarkröfu sjóðsins.

Alls voru tekjur LSR af fjárfestingum 54,4 milljarðar króna í fyrra. Heildareignir sjóðsins voru því í lok ársins 436,6 milljarðar króna. „Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 108,2 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins,“ segir á vef LSR.

Um síðustu áramót voru 58,7 prósent eigna lífeyrissjóðsins í innlendum skuldabréfum, 4,9 prósent í innlendum hlutabréfum, 29,8 prósent í erlendum verðbréfum, 5,7 prósent í innlánum og 0,9 prósent í öðrum fjárfestingum.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×