Sólgleraugu allt árið 18. apríl 2013 07:00 María Hlín Sigurðardóttir, verslunarstjóri Augans í Kringlunni. Mynd/Stefán Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“ Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Gleraugnaverslunin Augað í Kringlunni býður fjölbreytt úrval sólgleraugna. María Hlín Sigurðardóttir verslunarstjóri segir Íslendinga duglega að nota sólgleraugu allt árið. „Í dag notar fólk sólgleraugu allan ársins hring og leggur mikið upp úr vönduðum sólgleraugum. Glerin eru einnig orðin miklu betri en áður og verja augun fyrir útfjólubláum geislum. Fólk kaupir líka fleiri en ein sólgleraugu, til dæmis ein dökk og önnur ljósari. En svo er einnig hægt að fá gler sem dökkna í sólinni,“ segir María Hlín Sigurðardóttir. Hún segir einnig algengt að styrkleiki sé settur í sólgler en áður voru sólhlífar settar framan á venjuleg gleraugu. Bæði sé hægt að fá einn styrk eða margskipt gler með styrk. Þá séu einnig fáanleg sérstök sólgleraugu fyrir íþróttaiðkun, svo sem golf- og hlaupagleraugu. „Öll tísku- og gleraugnamerki framleiða sólgleraugu. Ef þér líkar eitthvert merki vel þá er alltaf hægt að fá sólgleraugu frá því líka. Í sumar eru kisugleraugun vinsæl fyrir konur en stór og kringlótt sólgleraugu halda líka vinsældum sínum. Ray Ban er alltaf vinsælt merki en við seljum einnig Oliver Peoples, Barton Perreira, Marc Jacobs, Gucci og fleiri. Þá erum við einnig með okkar eigin hönnun, Reykjavik Eyes, títaníumgjarðir með engum skrúfum. Það er að sjálfsögðu hægt að fá sólgler í þær umgjarðir líka.“
Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira