Viðskipti innlent

Hámarki náð á heimsmarkaði

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum virðist vera að ná hámarki, að því er fram kemur á vef Landssambands kúabænda. Vitnað er til niðurstaðna uppboðs Global Dairy Trade sem fram fór í gær.

„Afurðaverðið hækkaði að jafnaði um 0,6 prósent. Það er mikil breyting frá þremur síðustu uppboðum, þegar verðið hækkaði um 10 til 15 prósent í hvert skipti,“ segir í umfjölluninni. 3,2 prósenta lækkun er sögð hafa orðið á undanrennudufti en verð á smjöri hafa hækkað um 6,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×