Sagan fýkur burt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. apríl 2013 07:00 Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um bágt ástand fornleifa víða á landinu. Hér birtust til dæmis býsna sláandi myndir af merkilegum 13. aldar kirkjugarði á Akbraut í Rangárvallasýslu, þar sem hauskúpurnar liggja glottandi á milli stuðlabergssteina sem garðurinn var hlaðinn úr. Þessar minjar eru að eyðileggjast vegna uppblásturs og hafa aldrei verið rannsakaðar sem skyldi. Þannig háttar til um fornminjar víða um land. Fornleifafræðingar eru á mörgum stöðum í kapphlaupi við tímann að grafa upp og kortleggja minjar sem eru að hverfa, ekki sízt vegna sjávarrofs og uppblásturs. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur hefur meðal annars staðið í slíku kapphlaupi við eyðingaröflin á hinum forna verzlunarstað við Kolkuós í Skagafirði. Hún hefur ennfremur kannað ástand ýmissa minjastaða og komist að því að víða eru áhugaverðar minjar að tapast, til dæmis á Reykjanesi. „Ef við eigum friðlýstar fornminjar, og samkvæmt orðanna hljóðan því einstakar, þá ættum við að gera meira til að verja þær,“ sagði Ragnheiður hér í blaðinu í síðustu viku. Fé skortir til skráningar, rannsókna og varðveizlu á fornminjum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, telur að fé sem veitt er til hennar á fjárlögum sé innan við helmingurinn af því sem þyrfti til að stofnunin gæti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hún bendir til dæmis á að fornleifaskráningu sé stórlega ábótavant. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir,“ segir hún. Nýleg dæmi eru um að þekkingin á fornleifum sé brotakennd þar sem á að fara að ráðast í framkvæmdir. Nú er fyrirhugað að virkja við Eldvörp á Reykjanesi. Vitað var að þar fyndust fornleifar, en þar hafa áhugamenn nýlega fundið fjölda óþekktra minja eins og Fréttablaðið sagði frá í desember síðastliðnum. Það væri ábyrgðarleysi að ana út í framkvæmdir án þess að hafa áður kortlagt minjarnar og áhrif framkvæmdanna á þær almennilega. Það er ekki hægt að leyfa minjum sem geyma mikilvægar upplýsingar um sögu og fortíð lands og þjóðar að fjúka burt og drabbast niður. En það verður klárlega áfram á brattann að sækja fyrir minjavörzluna eins og staðan er í ríkisfjármálum. Á meðan peninga vantar til löggæzlu, heilbrigðismála og menntunar er hætt við að það sem legið hefur í jörð öldum saman verði bara látið liggja þar áfram án þess að trufla það með fjárveitingum. Möguleikarnir liggja líkast til helzt á því sviði sem fjallað er um í frétt í Fréttablaðinu í dag; að nýta fornleifarnar í uppbyggingu menningartengdrar ferðamennsku. Fyrir stóran hóp ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, hefur sagan mikið aðdráttarafl. Samhliða stöðugri fjölgun ferðamanna veitir heldur ekki af að fjölga fjölsóttum ferðamannastöðum og dreifa álaginu. Nú þurfa áhugamenn um varðveizlu menningararfsins að hugsa út fyrir kassann og fá í lið með sér fjárfesta sem hafa áhuga á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Það er líklegasta uppspretta peninga handa þessum málaflokki á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um bágt ástand fornleifa víða á landinu. Hér birtust til dæmis býsna sláandi myndir af merkilegum 13. aldar kirkjugarði á Akbraut í Rangárvallasýslu, þar sem hauskúpurnar liggja glottandi á milli stuðlabergssteina sem garðurinn var hlaðinn úr. Þessar minjar eru að eyðileggjast vegna uppblásturs og hafa aldrei verið rannsakaðar sem skyldi. Þannig háttar til um fornminjar víða um land. Fornleifafræðingar eru á mörgum stöðum í kapphlaupi við tímann að grafa upp og kortleggja minjar sem eru að hverfa, ekki sízt vegna sjávarrofs og uppblásturs. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur hefur meðal annars staðið í slíku kapphlaupi við eyðingaröflin á hinum forna verzlunarstað við Kolkuós í Skagafirði. Hún hefur ennfremur kannað ástand ýmissa minjastaða og komist að því að víða eru áhugaverðar minjar að tapast, til dæmis á Reykjanesi. „Ef við eigum friðlýstar fornminjar, og samkvæmt orðanna hljóðan því einstakar, þá ættum við að gera meira til að verja þær,“ sagði Ragnheiður hér í blaðinu í síðustu viku. Fé skortir til skráningar, rannsókna og varðveizlu á fornminjum. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, telur að fé sem veitt er til hennar á fjárlögum sé innan við helmingurinn af því sem þyrfti til að stofnunin gæti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Hún bendir til dæmis á að fornleifaskráningu sé stórlega ábótavant. „Við vitum einfaldlega ekki hvað við eigum af fornleifum á Íslandi. Slík skráning er til dæmis forsenda þess að sveitarfélögin og framkvæmdaaðilar hafi nauðsynlegar upplýsingar. Svo þarf fjármagn í viðhald minjanna og frekari rannsóknir,“ segir hún. Nýleg dæmi eru um að þekkingin á fornleifum sé brotakennd þar sem á að fara að ráðast í framkvæmdir. Nú er fyrirhugað að virkja við Eldvörp á Reykjanesi. Vitað var að þar fyndust fornleifar, en þar hafa áhugamenn nýlega fundið fjölda óþekktra minja eins og Fréttablaðið sagði frá í desember síðastliðnum. Það væri ábyrgðarleysi að ana út í framkvæmdir án þess að hafa áður kortlagt minjarnar og áhrif framkvæmdanna á þær almennilega. Það er ekki hægt að leyfa minjum sem geyma mikilvægar upplýsingar um sögu og fortíð lands og þjóðar að fjúka burt og drabbast niður. En það verður klárlega áfram á brattann að sækja fyrir minjavörzluna eins og staðan er í ríkisfjármálum. Á meðan peninga vantar til löggæzlu, heilbrigðismála og menntunar er hætt við að það sem legið hefur í jörð öldum saman verði bara látið liggja þar áfram án þess að trufla það með fjárveitingum. Möguleikarnir liggja líkast til helzt á því sviði sem fjallað er um í frétt í Fréttablaðinu í dag; að nýta fornleifarnar í uppbyggingu menningartengdrar ferðamennsku. Fyrir stóran hóp ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, hefur sagan mikið aðdráttarafl. Samhliða stöðugri fjölgun ferðamanna veitir heldur ekki af að fjölga fjölsóttum ferðamannastöðum og dreifa álaginu. Nú þurfa áhugamenn um varðveizlu menningararfsins að hugsa út fyrir kassann og fá í lið með sér fjárfesta sem hafa áhuga á uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu. Það er líklegasta uppspretta peninga handa þessum málaflokki á næstunni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun