Viðskipti innlent

Bjóða út 60-70 prósenta hlut

Óli Kristján Ármannsson skrifar
ViðskiptiHlutafé Vátryggingafélags Íslands hf. (VÍS) er verðlagt á 17 til 20 milljarða króna í almennu útboði sem stendur 12. til 16. apríl.

Klakki ehf. selur 60 til 70 prósent hlutabréfa í VÍS í útboðinu, en umsjón með því hefur fyrirtækjaráðgjöf fjárfestingarbankasviðs Arion banka. Stjórn VÍS hefur óskað eftir því að hlutabréf félagsins verði tekin til viðskipta á Aðallista Kauphallar Íslands í kjölfar útboðsins. „Stefnt er að því að útboðið marki grunninn að dreifðu eignarhaldi á VÍS,“ segir í tilkynningu Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×