Viðskipti innlent

Kynjasjónarmið og sjálfbærni

Kristján Vigfússon tók við starfi forstöðumanns MBA-námsins í HR í síðasta mánuði. Hann segir sérstöðu námsins vera margvíslega. Fréttablaðið/PJETUR
Kristján Vigfússon tók við starfi forstöðumanns MBA-námsins í HR í síðasta mánuði. Hann segir sérstöðu námsins vera margvíslega. Fréttablaðið/PJETUR
MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík (HR) er einstakt í sinni röð þar sem koma saman kennarar frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims. Þetta segir Kristján Vigfússon, nýráðinn forstöðumaður MBA-námsins í HR, í samtali við Markaðinn. Nemendur kynnist nýjustu stefnum í alþjóðlegu viðskiptalífi.

„Við erum annars vegar með jafnt kynjahlutfall í nemendahópnum, en víðast hvar annars staðar eru 70% nemenda karlar. Svo erum við eini skólinn á Íslandi með svokallaða AMBA-vottun, en af rúmlega sex þúsund MBA-prógrömmum í heiminum eru aðeins 194 skólar með þessa vottun.“

Kristján bætir því við að HR vinni einnig markvisst að því að fjölga konum í kennaraliðinu. Hann segir HR hafa staðið fyrir MBA-námi í tólf ár, en áherslan sé þó enn á framtíðina.

„Við teljum okkur vera með sterkan pakka og höfum verið að efla okkar íslensku kennara mikið. Það sem við horfum til núna er að fá fleiri erlenda stúdenta til okkar. Það sem við erum helst að horfa til er að einbeita okkur frekar að sérhæfingu sem snýr að sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð.“ Því tengt segir Kristján að stefnt sé að því að fá til liðs við námið fyrirtæki tengd sjávarútvegi, ferðamannaiðnaði og orkugeiranum. „En það sem drífur okkur áfram er að það er gaman í þessu námi og við erum sífellt að reyna að bæta okkur frá ári til árs,“ segir Kristján að lokum.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×