Að auðvelda reykleysi 31. janúar 2013 06:00 Guðný Traustadóttir, reykleysisráðgjafi og markaðs- og sölufulltrúi hjá Vistor hf. Mynd/GVA Nicorette er frumlyf, þ.e. lyf sem viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur uppgötvað og þróað og hefur fjölda rannsókna á bak við sig. Nikótínlyfið Nicorette varð þannig til að sænski sjóherinn fór þess á leit við Háskólann í Lundi að það yrði hannað lyf sem myndi auðvelda sænskum kafbátahermönnum að hætta að reykja á meðan þeir væru neðansjávar. Nicorette kom fyrst á markað árið 1978 en var ekki markaðssett hér á landi fyrr en 1986. Fjöldi rannsókna og áralöng reynsla sýnir að notkun nikótínlyfja eykur líkur á árangursríku reykleysi. Nýjasta varan frá Nicorette er skjótvirkur munnholsúði. "Flestir sem reykja þrá að losna við tóbaksfíknina hratt. Krafan um reykleysi og sú staðreynd að reykingar eru bannaðar á flestum stöðum hefur breytt reykingavenjum fólks. Hafa þeir sem reykja nú tilhneigingu til að draga reykinn ört og djúpt ofan í sig en það gerir það að verkum að nikótíninntakan og skyndisælan við reykingarnar verður meiri. Það er afar erfitt að hætta að reykja og mörgum finnst ekkert koma í staðinn fyrir "kikkið“ sem þeir voru vanir að fá úr sígarettunni. Til að mæta þessu hefur Nicorette nú þróað nýtt lyfjaform, Nicorette QuickMist munnholsúða, en "með notkun hans má draga úr reykingalönguninni á 60 sekúndum,“ segir Guðný Traustadóttir, reykleysisráðgjafi og markaðs- og sölufulltrúi hjá Vistor hf. Nicorette QuickMist munnholsúðanum er úðað í munninn við reykþörf, einn til tveir úðar í senn. Úðinn frásogast síðan í gegnum slímhúð munnsins út í blóðrásina og slær þannig hratt á reykþörfina. Af hverju að nota nikótínlyf? "Það sem helst kemur í veg fyrir að reykingum er hætt eru fráhvarfseinkenni og reykingaþörf. Því er svo mikilvægt að slá sem mest á það. Nicorette-nikótínlyf draga úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og styðja þannig við reykstoppið í upphafi ferlisins sem almennt stendur yfir í sex til tólf vikur. Með því að nota nikótínlyf fær líkaminn miklu minna nikótín en úr sígarettunni en samt nóg til að slá á fráhvarfseinkennin og reykingaþörfina. Auk þess losnar líkaminn við þau 4.000 eiturefni sem eru til staðar í sígarettunni.“ Guðný bendir á þrjár leiðir sem hægt er að nýta sér til hætta að reykja með hjálp Nicorette: 1. Fastsetja sér dag og hætta þá alveg að reykja. Nota lyfin við reykþörf. 2. Draga úr reykingum, þá er önnur hver sígaretta ekki reykt heldur Nicorette notað í staðinn og þannig stig af stigi dregið úr reykingum. 3. Samsett meðferð. Þá eru notuð tvö lyfjaform samtímis; Nicorette-forðaplástur er þá notaður í grunninn til að gefa líkamanum stöðugt og jafnt nikótínmagn og síðan er annaðhvort tveggja milligramma Nicorette-lyfjatyggigúmmí eða Nicorette innsogslyf notað með til að tryggja að nikótínþörfinni sé betur fullnægt og til að slá á skyndilega nikótínþörf sem kann að kom upp. Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum og veldur þessu svokallaða "kikki“ sem reykingamenn upplifa. Losun á dópamíni veldur vellíðan og slökun og sú tilfinning sem það framkallar á þátt í fíkninni sem tengist tóbaki, rétt eins og fíkn sem tengist alkóhóli og ýmsum lyfjum. Allir vita að það er skaðlegt að reykja en hér eru nokkrar óhugnanlegar staðreyndir. - Sjúkdómar af völdum reykinga valda dauða um 360-400 Íslendinga árlega. - Til samanburðar má nefna að um 20-25 láta lífið í umferðarslysum árlega. - Á hverjum degi deyr einn Íslendingur af völdum reykinga. - Yfir 80% allra lungnakrabbameina eru af völdum reykinga. - Óbeinar reykingar eru hættulegar. - Það eru fleiri en 4.000 efni í tóbaksreyk. - Meira en 50 þeirra eru krabbameinsvaldandi – nikótín er hins vegar ekki krabbameinsvaldandi. - Það er blanda eiturefna í sígarettureyknum sem er höfuðástæða heilsuskaða, ekki nikótínið. - Sum eiturefnin eru meira að segja geislavirk, eins og pólóníum-210 og blý-210. - Dæmi um önnur eiturefni í tóbaki eru ammoníak, fenól, blásýra, arsenik, metanól og kadmíum. En það virkar að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er mikill eftir að drepið er í síðustu sígarettunni. - Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýstingur og púls. - Eftir 8-48 klukkustundir hefur dregið úr líkum á hjartaáfalli og heilablóðfalli. - Eftir 1 ár hefur áhætta á hjartasjúkdómum minnkað um helming. - Eftir 5 ár hefur hættan á hjartaáfalli minnkað um helming. - Eftir 10 ár hefur dregið úr líkum á lungnakrabbameini um helming. NotkunarleiðbeiningarNýjasta varan frá Nicorette er skjótvirkur munnholsúði. QuickMist er úðað í munninn við reykþörf. Úðinn frásogast úr munnholinu út í blóðrásina og slær þannig hratt á reykþörfina.- Beina skal munnstykkinu á skammtaranum að opnum munninum og halda því eins nálægt munninum og mögulegt er. - Þrýsta skal efst á skammtarann, þá úðast einn skammtur inn í munninn. Til að forðast að úðinn fari niður í kok skal ekki anda að sér á meðan úðað er. - Ekki skal kyngja í nokkrar sekúndur eftir notkun úðans, þannig næst bestur árangur. - Ekki skal borða eða drekka um leið og munnúðinn er notaður. Nicorette er lausasölulyf og fæst án lyfseðils í næsta apóteki. Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Nicorette er frumlyf, þ.e. lyf sem viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur uppgötvað og þróað og hefur fjölda rannsókna á bak við sig. Nikótínlyfið Nicorette varð þannig til að sænski sjóherinn fór þess á leit við Háskólann í Lundi að það yrði hannað lyf sem myndi auðvelda sænskum kafbátahermönnum að hætta að reykja á meðan þeir væru neðansjávar. Nicorette kom fyrst á markað árið 1978 en var ekki markaðssett hér á landi fyrr en 1986. Fjöldi rannsókna og áralöng reynsla sýnir að notkun nikótínlyfja eykur líkur á árangursríku reykleysi. Nýjasta varan frá Nicorette er skjótvirkur munnholsúði. "Flestir sem reykja þrá að losna við tóbaksfíknina hratt. Krafan um reykleysi og sú staðreynd að reykingar eru bannaðar á flestum stöðum hefur breytt reykingavenjum fólks. Hafa þeir sem reykja nú tilhneigingu til að draga reykinn ört og djúpt ofan í sig en það gerir það að verkum að nikótíninntakan og skyndisælan við reykingarnar verður meiri. Það er afar erfitt að hætta að reykja og mörgum finnst ekkert koma í staðinn fyrir "kikkið“ sem þeir voru vanir að fá úr sígarettunni. Til að mæta þessu hefur Nicorette nú þróað nýtt lyfjaform, Nicorette QuickMist munnholsúða, en "með notkun hans má draga úr reykingalönguninni á 60 sekúndum,“ segir Guðný Traustadóttir, reykleysisráðgjafi og markaðs- og sölufulltrúi hjá Vistor hf. Nicorette QuickMist munnholsúðanum er úðað í munninn við reykþörf, einn til tveir úðar í senn. Úðinn frásogast síðan í gegnum slímhúð munnsins út í blóðrásina og slær þannig hratt á reykþörfina. Af hverju að nota nikótínlyf? "Það sem helst kemur í veg fyrir að reykingum er hætt eru fráhvarfseinkenni og reykingaþörf. Því er svo mikilvægt að slá sem mest á það. Nicorette-nikótínlyf draga úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og styðja þannig við reykstoppið í upphafi ferlisins sem almennt stendur yfir í sex til tólf vikur. Með því að nota nikótínlyf fær líkaminn miklu minna nikótín en úr sígarettunni en samt nóg til að slá á fráhvarfseinkennin og reykingaþörfina. Auk þess losnar líkaminn við þau 4.000 eiturefni sem eru til staðar í sígarettunni.“ Guðný bendir á þrjár leiðir sem hægt er að nýta sér til hætta að reykja með hjálp Nicorette: 1. Fastsetja sér dag og hætta þá alveg að reykja. Nota lyfin við reykþörf. 2. Draga úr reykingum, þá er önnur hver sígaretta ekki reykt heldur Nicorette notað í staðinn og þannig stig af stigi dregið úr reykingum. 3. Samsett meðferð. Þá eru notuð tvö lyfjaform samtímis; Nicorette-forðaplástur er þá notaður í grunninn til að gefa líkamanum stöðugt og jafnt nikótínmagn og síðan er annaðhvort tveggja milligramma Nicorette-lyfjatyggigúmmí eða Nicorette innsogslyf notað með til að tryggja að nikótínþörfinni sé betur fullnægt og til að slá á skyndilega nikótínþörf sem kann að kom upp. Nikótín losar meðal annars dópamín sem er taugaboðefni í heilanum og veldur þessu svokallaða "kikki“ sem reykingamenn upplifa. Losun á dópamíni veldur vellíðan og slökun og sú tilfinning sem það framkallar á þátt í fíkninni sem tengist tóbaki, rétt eins og fíkn sem tengist alkóhóli og ýmsum lyfjum. Allir vita að það er skaðlegt að reykja en hér eru nokkrar óhugnanlegar staðreyndir. - Sjúkdómar af völdum reykinga valda dauða um 360-400 Íslendinga árlega. - Til samanburðar má nefna að um 20-25 láta lífið í umferðarslysum árlega. - Á hverjum degi deyr einn Íslendingur af völdum reykinga. - Yfir 80% allra lungnakrabbameina eru af völdum reykinga. - Óbeinar reykingar eru hættulegar. - Það eru fleiri en 4.000 efni í tóbaksreyk. - Meira en 50 þeirra eru krabbameinsvaldandi – nikótín er hins vegar ekki krabbameinsvaldandi. - Það er blanda eiturefna í sígarettureyknum sem er höfuðástæða heilsuskaða, ekki nikótínið. - Sum eiturefnin eru meira að segja geislavirk, eins og pólóníum-210 og blý-210. - Dæmi um önnur eiturefni í tóbaki eru ammoníak, fenól, blásýra, arsenik, metanól og kadmíum. En það virkar að hætta. Heilsufarslegur ávinningur er mikill eftir að drepið er í síðustu sígarettunni. - Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýstingur og púls. - Eftir 8-48 klukkustundir hefur dregið úr líkum á hjartaáfalli og heilablóðfalli. - Eftir 1 ár hefur áhætta á hjartasjúkdómum minnkað um helming. - Eftir 5 ár hefur hættan á hjartaáfalli minnkað um helming. - Eftir 10 ár hefur dregið úr líkum á lungnakrabbameini um helming. NotkunarleiðbeiningarNýjasta varan frá Nicorette er skjótvirkur munnholsúði. QuickMist er úðað í munninn við reykþörf. Úðinn frásogast úr munnholinu út í blóðrásina og slær þannig hratt á reykþörfina.- Beina skal munnstykkinu á skammtaranum að opnum munninum og halda því eins nálægt munninum og mögulegt er. - Þrýsta skal efst á skammtarann, þá úðast einn skammtur inn í munninn. Til að forðast að úðinn fari niður í kok skal ekki anda að sér á meðan úðað er. - Ekki skal kyngja í nokkrar sekúndur eftir notkun úðans, þannig næst bestur árangur. - Ekki skal borða eða drekka um leið og munnúðinn er notaður. Nicorette er lausasölulyf og fæst án lyfseðils í næsta apóteki.
Mest lesið Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Neytendur Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Viðskipti innlent Fegurð er glæpur kom út í mínus Viðskipti innlent „Alls konar fólk heyrt í mér um alls konar hluti“ Viðskipti innlent 4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Viðskipti innlent Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Atvinnulíf Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Neytendur Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Viðskipti innlent Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Neytendur Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira