Spennandi verkefni 9. janúar 2013 06:00 Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC. Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“ Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Halldór Þorkelsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar PwC segir frá því helsta sem er á döfinni er hjá sviðinu. "Nýlega komum við að tveimur mjög svo árangursríkum skráningum félaga, þ.e. Vodafone og Eimskip. Í báðum tilvikum framkvæmdum við áreiðanleikakannanir á félögunum í tengslum við skráningu þeirra. Framkvæmd áreiðanleikakannana hefur undanfarin ár verið stór hluti af þeirri þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar. Undanfarið höfum við unnið að málum sem tengjast orkumálum og þá ekki síst olíu og áformum Íslendinga um olíuleit á Drekasvæðinu,“ segir Halldór. "Þetta eru flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir sem kalla á mikinn undirbúning. Við höfum haft aðkomu að afmörkuðum þáttum er tengjast leyfisútboðum fyrir opinbera aðila auk þess að koma að ýmiss konar málum fyrir ólíka aðila sem munu jafnvel koma sér fyrir á Íslandi, ýmist vegna þjónustu eða þátttöku í olíuleit og olíuvinnslu. Því til viðbótar er fyrirsjáanlegur þjónustuþáttur við önnur svæði í nálægð við okkur, til að mynda Grænland og Færeyjar. Við erum þeirrar trúar að það verði mikið um að vera á þessu sviði næstu árin. Í því sambandi höfum við verið að byggja upp tengslanet meðal samstarfsfélaga okkar í Noregi, Skotlandi og í Bandaríkjunum – allt til þess að geta veitt þeim sem koma að málum bestu mögulegu þjónustu. Annað spennandi verkefni, sem við erum afar stolt af er framkvæmd á svokallaðri CEO survey sem framkvæmd er um allan heim, með þátttöku stjórnenda félaga úr ólíkum starfsgreinum. Niðurstöðurnar verða kynntar um næstu mánaðarmót en íslenskir stjórnendur er nú í fyrsta skipti að taka þátt í þessari árlegu könnun PwC. Nú getum við borið saman framtíðarsýn íslenskra stjórnenda við það sem kollegar þeirra sjá fyrir sér um allan heim í sambærilegum stöðum.“
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira