Innlent

Arnór Hannibalsson látinn

Arnór K. Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, andaðist að heimili sínu, Hreggnasa í Kjós, föstudaginn 28. desember síðastliðinn, 78 ára að aldri. Hann var kvæntur Nínu Sæunni Sveinsdóttur, fædd árið 1935, en þau skildu árið 1995. Börn þeirra eru Ari, Kjartan, Auðunn, Hrafn og Þóra.

Arnór fæddist að Strandseljum í Ögurhreppi þann 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Hannibal Valdimarsson, verkalýðsleiðtogi, þingmaður og ráðherra, og Sólveig Ólafsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×