Lífið

Hendrix hýsir sport og tónlist

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Böðvar Reynisson, einn eigenda Hendrix við Gullinbrú.
Böðvar Reynisson, einn eigenda Hendrix við Gullinbrú. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Við opnuðum síðustu helgi og slógum upp mikilli veislu en það verður enn þá meira um að vera hjá okkur núna um helgina,“ segir Böðvar Reynisson, betur þekktur sem Böddi í Dalton, einn af eigendum veitinga- og skemmtistaðarins Hendrix, um opnunina á nýja staðnum.

Á föstudagskvöldið verður alvöru dansleikur með hljómsveitinni Út í hatt og á laugardagskvöldið koma fram Ultra Mega Technobandið Stefán og Haffi Haff. „Síðasta helgi var minni í sniðum, fyrir vini og vandamenn, næsta helgi er í raun formleg opnunarhelgi.“

Nýi veitinga- og skemmtistaðurinn Hendrix, er nefndur eftir gítarhetju og stendur við Gullinbrú, Stórhöfða 17. „Við ætlum að leggja mikinn metnað í góðan mat og ætlum að sýna allt helsta sportið,“ bætir Böðvar við. Að auki verður lifandi tónlist í hávegum höfð á Hendrix.

Staðurinn er einn stærsti sportbar landsins, eða um 400 manna staður. „Staðurinn ætlar hýsa alls kyns viðburði eins og pub quiz, bingó og svo er líklegt að Íslandsmótið í karókíi verði haldið hér,“ segir Böðvar að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.