Danir eignast borskip sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2013 10:59 Hvert skip kostar um 80 milljarða króna. Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira