Danir eignast borskip sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2013 10:59 Hvert skip kostar um 80 milljarða króna. Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag. Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag.
Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira