Danir eignast borskip sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2013 10:59 Hvert skip kostar um 80 milljarða króna. Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira